Innlent

Læknaskortur og sjávar­háski

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags íslenskra heimilislækna sem segir að skort á heimilislæknum megi meðal annars rekja til þess hversu margir séu að láta af störfum vegna aldurs. 

Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvarnar.

Einnig fjöllum við um mannbjörg sem var í gær eftir að leki kom að strandveiðibát. Sjómaðurinn um borð slasaðist þannig að þyrla Gæslunnar þurfti að flytja hann undir læknishendur.

Að auki fjöllum við um bresku þingkosningarnar sem fram fara á morgun og sambandslausa sjómenn á miðunum eftir að RÚV ákvað að hætta útsendingum um gervihnött.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um nýjan yfirmann knattspyrnumála hjá KR og leiki sem eru framundan í Bestu deildinni í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×