Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2024 21:01 Kjartan sést hér við hið umdeilda skilti. Ef hann myndi kveikja á því myndi það kosta 150 þúsund krónur á dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira