Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júlí 2024 20:55 Kristján Árni hjá Vegagerðinni ræddi möguleg jarðgöng í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár. Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjórir kostir til að beina umferð undir Miklubraut eru nú til skoðunar. Tvær tillögur gera ráð fyrir stokki frá Háaleiti að Hlíðarenda en hinar tvær gera ráð nær þriggja kílómetra jarðgöngum frá Skeifunni. Hér má sjá gangamuna fyrir tveggja akreina jarðgöng á Miklubraut við Skeifuna.Efla Verkfræðistofan Efla, sem kynnti tillögurnar í umhverfis- og skipulagsráði, mælir með öðrum jarðgangakostinum, jarðgöngum 2d, þar sem einnig er reiknað með hliðargöngum undir Kringlumýrarbraut. Jarðgöngin yrðu þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu. Þeir valkostir sem Efla leggur til.Efla Framkvæmdirnar yrðu hluti af hinum umtalaða samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Kristján Árna Kristjánsson verkefnastjóra á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar um þá kosti sem liggja fyrir. „Nú erum við að ljúka þessu frumdragastigi þessa verkefnis þar sem fram fer þessi valkostagreining. Þeir kostir sem við erum að líta til núna voru tvær stokkalausnir og tvær jarðgangalausnir. Meginmunurinn milli þessara lausna er tengingin inn á Kringlumýrabraut,“ segir Kristján Árni. Hér sjást hugmyndir um jarðgöng frá Kriinglumýrarbraut undir gatnamótin við Miklubraut. Borgarlína færi um akreinar milli gangamunanna. Kringlan á vinstri hönd á þessari mynd.Efla „Það eru talsverðir kostir sem við sjáum við jarðgangalausnirnar. Þær myndu leysa þessar umferðartafir og tryggja umferðaröryggi frekar vel. Göngin eru lengri og veita þá aukið pláss til borgarþróunar á yfirborðinu. Aðstæður til jarðgangagerðar á þessum kafla eru mjög góðar. Stokkaframkvæmd er frekar flókin og meginhausverkurinn í þessu verkefni er að leysa umferð á framkvæmdatíma. Hvernig þú kæmir umferð framhjá framkvæmdasvæði á ásættanlegan hátt.“ Teikning sem sýnir mögulega útfærslu á stokkmöguleika 1 og jarðgöngum 2d.Efla Svona gæti jarðgangamunni við Bústaðavegsbrúna litið út..Efla Einfaldara yrði því að stýra umferð með jarðgangagerð. „Þar liggurðu mun dýpra en með stokkalausninni og þarf ekki að grafa skurð eftir endilöngu verkstæðinu. Raskar þá yfirborðinu minna,“ segir Kristján Árni. Hér er útfærsla með jarðgöngum undir brúna á Bústaðavegi.Efla Einhver ár eru í að hægt verði að hefja framkvæmd sem þessa. „Við erum á fyrsta stigi hönnunar núna og það á eftir að fara í for- og verkhönnun. Síðan er fjármagn í þetta verkefni og tímasetning háð tímasetningu fjármagns í uppfærðum samgöngusáttmála, sem er í vinnslu núna,“ segir Kristján Árni og bætir við að framkvæmdin tæki minnst fimm ár.
Samgöngur Skipulag Umferð Reykjavík Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira