Coda Terminal hefur ekki áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins Sigrún Tómasdóttir skrifar 6. júlí 2024 12:01 Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix).
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun