Innlent

Lög­reglu­að­gerðir í Rang­ár­þingi og sam­eining Skorra­dals og Borgar­byggðar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Lögregla vopnaðist og skotvopn var haldlagt í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í gær. Mennirnir tveir sem handteknir voru í aðgerðunum voru látnir lausir úr haldi í gærkvöldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Önnur umferð þingkosninga fer fram í Frakklandi í dag. Þjóðfylkingu Marine Le Pen er spáð sigri þó fylgi flokksins hafi minnkað síðustu daga. 

Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025.

Nú liggur fyrir hverjir mætast í undanúrslitum á EM. Við förum yfir allt það helsta í sportinu, þar á meðal leiki gærdagsins á Evrópumótinu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 7. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×