Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 22:15 Fjöldi fólks er komið saman til þess að fagna því sem virðist vera ósigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. epa Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa Frakkland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Úgönguspár gera ráð fyrir sigri bandalags vinstriflokka. Klukkan níu í kvöld var búið er að telja atkvæði í 497 kjördæmum af 577. Bandalag vinstriflokka hefur tryggt sér 144 þingsæti, bandalag miðjuflokka Macrons 140 þingsæti og hægrisinnaða Þjóðfylkingin 137 þingsæti. Ljóst er að aukin kjörsókn og taktísk kosning hefur komið í veg fyrir það sem kannanir gerðu ráð fyrir, að Þjóðfylkingin myndi vinna kosningasigur. Torfi H. Túliníus prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi þessar niðurstöður í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er breyting. Það mátti búast við stórsigri Þjófylkingar. Það voru taldar töluverðar líkur á því að hann myndi ná hreinum meirihluta á þingi,“ sagði Torfi. Skýringuna segir hann taktíska kosningu. Markmið Þjóðfylkingar hafi verið óljós, utan þess að vilja vinna gegn ólöglegum innflytjendum og auka kaupmátt. „Margir telja þetta harðan hægriflokk, sem lýðræðinu stafi ógn af, komist hann til valda. Þar af leiðandi hafa þeir í seinni umferð kosið taktískt. Kosið þann frambjóðanda sem var líklegastur til að fella frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Ef þessi útgönguspá rætist, hefur það tekist.“ Mikil óvissa ríki samt sem áður um stjórnarmyndun. Emmanuel Macron Frakklandsforseta bíði það verkefni að mynda bandalög. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi stærsta flokksins innan vinstribandalagsins, krefst stjórnarmyndunarumboðs. Hann er hins vegar ansi umdeildur, að sögn Torfa. „Hann lýsti því yfir að Macron beri skylda til að tilnefna vinstrimann, sem leiðtoga stjórnarinnar. En það er ekki augljóst því að vinstrimenn eru langt frá því að vera með meirihluta á þingi.“ Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Gabriel Attal ætlar að segja af sér á morgun.epa
Frakkland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira