Fjölskyldan í öndvegi í Ölfusi Elliði Vignisson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun