Fjölskyldan í öndvegi í Ölfusi Elliði Vignisson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun