Innlent

Komu sér af vett­vangi eftir á­rás á fjóra á veitinga­stað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið átti sér stað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti.
Málið átti sér stað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags.

Lögreglu var tilkynnt um málið rúmlega sex að morgni sunnudagsins.

Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi segir í samtali við fréttastofu að grunur sé um að árásarmennirnir séu tveir til fjórir talsins, en líkt og áður segir eru brotaþolarnir fjórir talsins.

„Það hefur enginn verið handtekinn. Málið er bara í rannsókn. Þeir voru farnir af vettvangi gerendurnir,“ segir Heimir og bætir við að lögregla kanni nú upptökur frá vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×