Lögreglu var tilkynnt um málið rúmlega sex að morgni sunnudagsins.
Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi segir í samtali við fréttastofu að grunur sé um að árásarmennirnir séu tveir til fjórir talsins, en líkt og áður segir eru brotaþolarnir fjórir talsins.
„Það hefur enginn verið handtekinn. Málið er bara í rannsókn. Þeir voru farnir af vettvangi gerendurnir,“ segir Heimir og bætir við að lögregla kanni nú upptökur frá vettvangi.