Innlent

Sam­þjöppun á kjöt­markaði og vinstri­menn fagna í Frakk­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhuguð kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska.

Þrátt fyrir að við kaupin verði mikil samþjöppun á kjötmarkaði hér á landi eru þau heimil í ljósi nýrra búvörulaga sem samþykkt voru nýverið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis er síðan á meðal hluthafa í félaginu sem er að selja. 

Þá fjöllum við um kosningaúrslitin í Frakklandi þar sem bandalag vinstrimanna fór með sigur af hólmi. Mikil óvissa er þó uppi um hvernig stjórn verði mynduð í landinu eða hver verði þar í forsæti.

Að auki verður rætt við verktaka sem hyggst ráðast í uppbyggingu íbúða í Vesturbugt í miðbæ Reykjavíkur þar sem lóð hefur staðið tóm í mörg ár þrátt fyrir loforð eigenda um uppbyggingu.

Í íþróttum verður Besta deild kvenna í fyrirrúmi en einnig verður litið á karlana og leikinn sem framundan er í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×