Vakthafandi hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Slökkviliðsbíll og tveir sjúkrabílar eru á vettvangi. Ökumaður var í bílnum en enginn farþegi. Ekki er vitað hvert ástand hins særða er.
Hann segist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi.