Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júlí 2024 13:57 Lagt er til að Landspítalinn hanni verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira