Vakthafandi hjá Landhelgisgæslunni staðfestir það í samtali við fréttastofu en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Fulltrúar lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru einnig á leið á vettvang en vakthafandi þar veitti engar frekari upplýsingar.
Að sögn sjónarvottar er um að ræða minnst þrjá bíla og tveir þeirra höfnuðu utan vegar. Hann segir bílana hafa orðið fyrir miklu tjóni.