Innlent

Skot­á­rás gegn Trump, baktería í neyslu­vatni og veð­mála­starf­semi

Jón Þór Stefánsson skrifar
F8A5A341A17C808F435AA9E4F08851A2E15A8EA9145F0A70B6780D2D06AA35B8_713x0

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti í árás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Árásin er rannsökuð sem morðtilræði en einn lést í árásinni auk árásarmannsins sem var drepinn á vettvangi. Líklegt þykir að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember.

E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu.

Landhelgisgæslan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leituðu í nótt að einum sem talinn var hafa farið út í sjó við Granda í Reykjavík. Ákvörðun verður tekin um áframhaldandi leit í dag.

Þá höldum við áfram umfjöllun um ólöglega veðmálastarfsemi og kynnum okkur bæinn Burstarfell þar sem sama ættin hefur búið frá árinu 1532.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×