Innlent

Bjart fram undan í efna­hagnum og fram­kvæmdir hefjast í Grinda­vík

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Horfur í íslenskum efnahagsmálum gefa tilefni til bjartsýni, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist er við mjúkri lendingu. Fjallað er um nýja skýrslu sjóðsins í hádegisfréttum.

Hagfræðingur segir fjölgun íbúða í eigu stórtækra eigenda vísbendingu um að fjárfestar telji að hækkun fasteignaverðs haldi áfram.

Nýtt varaforsetaefni Repúblikana mun líklega ávarpa landsþing flokksins í dag. Trump hefur formlega verið útnefndur forsetaframbjóðandi.

Framkvæmdir við að tryggja flóttaleiðir úr Grindavík munu hefjast á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu.

Sverrir Ingi Ingason hefur gert fjögurra ára samning við Panathi-naikos og Gareth Southgate hefur sagt upp sem þjálfari Englands.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og á Stöð 2 Vísi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 16. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×