Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2024 09:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið. Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið.
Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira