„Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“ Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“
Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36