Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júlí 2024 17:37 Bjarki Snær Þorsteinsson og Stefanía Marta Jónasdóttir vilja bjóða upp á góðan mat á góðu verði. Aðsend Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira