Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 19:51 Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Vísir/Rúnar Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira