Blikar renna blint í sjóinn: „Klárir í hvoru tveggja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu. „Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti