Blikar renna blint í sjóinn: „Klárir í hvoru tveggja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu. „Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjá meira
„Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjá meira