Innlent

Bíla­kaup verðandi for­seta og Druslugangan

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. vísir

Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar afsláttinn hins vegar skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi forseta Íslands.

Ísraelsher hefur fyrirskipað rýmingu á hluta Gasasvæðisins sem skilgreint er sem mannúðarsvæði. Árásir eru yfirvofandi.

Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmanna og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið.

Þá fjöllum við um stöðuna á Reykjanesskaganum og hringjum austur þar sem tónlistarhátíðin Bræðslan stendur sem hæst.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×