Snæfríður Sól var að vissu leyti með bakið upp við vegg fyrir sundið þar sem fjórar sem höfðu keppt í undanriðlinum á undan voru með betri tíma en Snæfríður Sól átti best. það kom ekki að sök þar sem Snæfríður Sól synti af fádæma öryggi.
Hún endaði í 5. sæti í sínum undanriðli sem var gríðarlega jafn. Síðasta ferðin var æsispennandi og endaði Snæfríður Sól í 5. sæti á tímanum 1.58.32 mínúta, örlítið frá sínu meti.
Snæfríður Sól var í 15. sæti og er í topp 16 á Ólympíuleikunum og keppir í undanúrslitunum í kvöld.