„Hugsuðum hver andskotinn væri í gangi“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2024 08:00 „Okkur var brugðið og hugsuðum hver andskotinn væri í gangi,“ segir Ladislav Carda sem sést hér ásamt Lucie Surovcova. Misha Martin Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar. Tilvonandi brúðhjón voru stödd við Skógafoss um klukkan fjögur á laugardag. Allt virtist til reiðu og búið að strika út flest atriði af verkefnalistanum þegar tvær tilkynningar birtust á símanum. „Ég sá tölvupóst frá Tinnu með hlekk á frétt um að jökulhlaup væri hafið.“ Þetta var ekki á listanum. Þar er um að ræða Tinnu Jóhannsdóttur, athafnastjóra hjá Siðmennt sem átti að gefa þau saman innan við sólarhring síðar. Búið var að loka hringveginum frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og ört vaxandi jökuláin Skálm skildi parið og Tinnu að. Hún var þá á Höfn á Hornafirði og sá ekki fram á að komast til Víkur eða í Reynisfjöru í bráð. „Seinni pósturinn var frá ljósmyndaranum okkar sem spurði bara: „Hvorum megin við hlaupið eruð þið?“ og með fylgdi broskarl.“ „Svo okkur var brugðið og hugsuðum hver andskotinn væri í gangi,“ bætir Ladislav við og hlær. Óvissan ríkti þrátt fyrir það ekki lengi þar sem Tinna tjáði þeim að annar athafnastjóri gæti hlaupið í skarðið. Þetta var Margrét Gauja Magnúsdóttir sem á venjulegum degi væri stödd heima í Hafnarfirði en hafði gert sér ferð til foreldra sinna í Grímsnesi til að geta gefið saman önnur hjón í Múlagljúfri. Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins og höfðu hjónin séð fyrir sér að láta gifta sig við stuðlabergið í fjörunni.Vísir/Vilhelm Of mikið af fólki í Reynisfjöru Ladislav og Lucie þurftu ekki lengi að hugsa sig um og samþykktu að Margrét tæki við athöfninni. Eftir að hafa skoðað Skógafoss og svarað tölvupóstunum fóru þau í Reynisfjöru þar sem til stóð að gefa þau saman klukkan 12 daginn eftir. Þau sáu nokkra mannmergð í fjörunni og fengu upplýsingar um að hið sama yrði líklega uppi á teningnum þegar athöfnin færi fram. Í kjölfarið tóku þau þá ákvörðun á síðustu stundu að færa athöfnina úr Reynisfjöru og á veitingastaðinn Ice Cave Bistro sem stendur við fjöruna í Vík. Að henni lokinni yrði svo gengið út í svarta sandinn í bakgarðinum. „Við vorum taugaóstyrk kvöldið áður út af staðsetningunni, óvissu með hvað myndi gerast og það var von á rigningu. Ein spáin sagði 100 prósent líkur á rigningu í Vík í hádeginu þegar athöfnin átti að fara fram,“ segir Ladislav. Lucie Surovcova kom áður til Íslands árið 2018. Hún segist snemma hafa fallið fyrir landinu. Misha Martin „Guð minn góður“ Dagurinn sjálfur gekk þó eins og í sögu og var þurrt til klukkan 14 þegar nýgiftu hjónin voru komin alsæl á gististaðinn sinn. Þau segja þetta hafa verið ógleymanlega upplifun. „Guð minn góður, þetta var það sem við vildum. Að hafa giftingu í næði en á sama tíma streymdum við allri athöfninni til fjölskyldu okkar á Youtube. Við vorum með hljóðnema á okkur og þau heyrðu og sáu allt. Þetta var virkilega yndisleg stund, þrjátíu mínútur af gleði,“ segir Ladislav. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér það í mínum villtustu draumum hversu fallegt þetta yrði, hversu gott andrúmsloftið yrði, og bara allt,“ bætir Lucie við. Varð ástfangin á gönguskíðum Þegar fréttamaður ræddi við hjónin um sólarhring síðar eru þau enn í skýjunum og á leið til Vestmannaeyja að sjá lunda. En hvers vegna völdu þau að gera sér ferð til Íslands? Lucie segir að í fyrsta lagi hafi hún ekki viljað gifta sig í heimalandinu Tékklandi eða í kirkju. Þetta er önnur ferðin hennar til Íslands en hún kom fyrst árið 2018 og fór á gönguskíði í Eyjafirði, á Ísafirði og heimsótti svo meðal annars Vík í Mýrdal. Þá var ekki aftur snúið. „Ég var ástfangin í tvær vikur,“ segir hún um fyrstu upplifun sína af Íslandi. „Þetta er ótrúlegur staður og mjög falleg náttúra.“ Einnig þyki henni sjálfbærnivegferð Íslendinga mikilvæg og merkileg en þau hafa bæði kynnt sér íslenska orkuframleiðslu. Margrét Gauja Magnúsdóttir ásamt brúðhjónunum. Hún stökk til þegar jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli hindraði för athafnastjórans sem átti að gefa þau saman.Misha Martin Þakklát öllum sem komu að athöfninni Hjónin segja að draumur þeirra hafi ræst og þau vilji sérstaklega þakka Tinnu og Margréti hjá Siðmennt og ljósmyndaranum Misha Martin fyrir aðstoðina, góðvildina, liðleikann og góða upplýsingagjöf. Saman hafi þau passað að þeim liði vel og hjálpað að róa taugarnar þegar á þurfti að halda. „Það var alveg ótrúlegt,“ segir Lucie. Hjónin gerðu sér ein ferð til Íslands á meðan fjölskylda og vinir fylgdust með athöfninni í gegnum netið. Eftir dagsferð í Heimaey hyggjast Lucie og Ladislav fara Gullna hringinn áður en þau gera sér ferð norður á land. Þau yfirgefa Ísland á föstudag eftir viðburðaríka viku á Fróni þar sem náttúruöflin geta alltaf skorist í leikinn. Ladislav Carda og Lucie Surovcova fara af landi brott á föstudag.Misha Martin Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Brúðkaup Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Tilvonandi brúðhjón voru stödd við Skógafoss um klukkan fjögur á laugardag. Allt virtist til reiðu og búið að strika út flest atriði af verkefnalistanum þegar tvær tilkynningar birtust á símanum. „Ég sá tölvupóst frá Tinnu með hlekk á frétt um að jökulhlaup væri hafið.“ Þetta var ekki á listanum. Þar er um að ræða Tinnu Jóhannsdóttur, athafnastjóra hjá Siðmennt sem átti að gefa þau saman innan við sólarhring síðar. Búið var að loka hringveginum frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og ört vaxandi jökuláin Skálm skildi parið og Tinnu að. Hún var þá á Höfn á Hornafirði og sá ekki fram á að komast til Víkur eða í Reynisfjöru í bráð. „Seinni pósturinn var frá ljósmyndaranum okkar sem spurði bara: „Hvorum megin við hlaupið eruð þið?“ og með fylgdi broskarl.“ „Svo okkur var brugðið og hugsuðum hver andskotinn væri í gangi,“ bætir Ladislav við og hlær. Óvissan ríkti þrátt fyrir það ekki lengi þar sem Tinna tjáði þeim að annar athafnastjóri gæti hlaupið í skarðið. Þetta var Margrét Gauja Magnúsdóttir sem á venjulegum degi væri stödd heima í Hafnarfirði en hafði gert sér ferð til foreldra sinna í Grímsnesi til að geta gefið saman önnur hjón í Múlagljúfri. Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins og höfðu hjónin séð fyrir sér að láta gifta sig við stuðlabergið í fjörunni.Vísir/Vilhelm Of mikið af fólki í Reynisfjöru Ladislav og Lucie þurftu ekki lengi að hugsa sig um og samþykktu að Margrét tæki við athöfninni. Eftir að hafa skoðað Skógafoss og svarað tölvupóstunum fóru þau í Reynisfjöru þar sem til stóð að gefa þau saman klukkan 12 daginn eftir. Þau sáu nokkra mannmergð í fjörunni og fengu upplýsingar um að hið sama yrði líklega uppi á teningnum þegar athöfnin færi fram. Í kjölfarið tóku þau þá ákvörðun á síðustu stundu að færa athöfnina úr Reynisfjöru og á veitingastaðinn Ice Cave Bistro sem stendur við fjöruna í Vík. Að henni lokinni yrði svo gengið út í svarta sandinn í bakgarðinum. „Við vorum taugaóstyrk kvöldið áður út af staðsetningunni, óvissu með hvað myndi gerast og það var von á rigningu. Ein spáin sagði 100 prósent líkur á rigningu í Vík í hádeginu þegar athöfnin átti að fara fram,“ segir Ladislav. Lucie Surovcova kom áður til Íslands árið 2018. Hún segist snemma hafa fallið fyrir landinu. Misha Martin „Guð minn góður“ Dagurinn sjálfur gekk þó eins og í sögu og var þurrt til klukkan 14 þegar nýgiftu hjónin voru komin alsæl á gististaðinn sinn. Þau segja þetta hafa verið ógleymanlega upplifun. „Guð minn góður, þetta var það sem við vildum. Að hafa giftingu í næði en á sama tíma streymdum við allri athöfninni til fjölskyldu okkar á Youtube. Við vorum með hljóðnema á okkur og þau heyrðu og sáu allt. Þetta var virkilega yndisleg stund, þrjátíu mínútur af gleði,“ segir Ladislav. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér það í mínum villtustu draumum hversu fallegt þetta yrði, hversu gott andrúmsloftið yrði, og bara allt,“ bætir Lucie við. Varð ástfangin á gönguskíðum Þegar fréttamaður ræddi við hjónin um sólarhring síðar eru þau enn í skýjunum og á leið til Vestmannaeyja að sjá lunda. En hvers vegna völdu þau að gera sér ferð til Íslands? Lucie segir að í fyrsta lagi hafi hún ekki viljað gifta sig í heimalandinu Tékklandi eða í kirkju. Þetta er önnur ferðin hennar til Íslands en hún kom fyrst árið 2018 og fór á gönguskíði í Eyjafirði, á Ísafirði og heimsótti svo meðal annars Vík í Mýrdal. Þá var ekki aftur snúið. „Ég var ástfangin í tvær vikur,“ segir hún um fyrstu upplifun sína af Íslandi. „Þetta er ótrúlegur staður og mjög falleg náttúra.“ Einnig þyki henni sjálfbærnivegferð Íslendinga mikilvæg og merkileg en þau hafa bæði kynnt sér íslenska orkuframleiðslu. Margrét Gauja Magnúsdóttir ásamt brúðhjónunum. Hún stökk til þegar jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli hindraði för athafnastjórans sem átti að gefa þau saman.Misha Martin Þakklát öllum sem komu að athöfninni Hjónin segja að draumur þeirra hafi ræst og þau vilji sérstaklega þakka Tinnu og Margréti hjá Siðmennt og ljósmyndaranum Misha Martin fyrir aðstoðina, góðvildina, liðleikann og góða upplýsingagjöf. Saman hafi þau passað að þeim liði vel og hjálpað að róa taugarnar þegar á þurfti að halda. „Það var alveg ótrúlegt,“ segir Lucie. Hjónin gerðu sér ein ferð til Íslands á meðan fjölskylda og vinir fylgdust með athöfninni í gegnum netið. Eftir dagsferð í Heimaey hyggjast Lucie og Ladislav fara Gullna hringinn áður en þau gera sér ferð norður á land. Þau yfirgefa Ísland á föstudag eftir viðburðaríka viku á Fróni þar sem náttúruöflin geta alltaf skorist í leikinn. Ladislav Carda og Lucie Surovcova fara af landi brott á föstudag.Misha Martin
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Brúðkaup Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira