Sport

Anton endaði í fimm­tánda sæti í heildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Sveinn McKee keppti í undanúrslitum í aðalgrein sinni, tvö hundruð metra bringusundi, í kvöld.
Anton Sveinn McKee keppti í undanúrslitum í aðalgrein sinni, tvö hundruð metra bringusundi, í kvöld. getty/Sarah Stier

Anton Sveinn McKee komst ekki í úrslit í tvö hundruð metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París.

Anton varð áttundi í seinni undanúrslitariðlinum í kvöld. Hann synti á 2:10,42 mínútum.

Hann tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að synda á 2:10,36 mínútum í undanrásunum. Það var níundi besti tíminn.

Anton freistaði þess svo í kvöld að komast í fyrsta sinn í úrslit á Ólympíuleikunum.

Honum tókst það ætlunarverk sitt ekki og endaði sem fyrr sagði í 8. sæti í seinni undanúrslitariðlinum og varð fimmtándi í tvö hundruð metra bringusundinu í heildina. Úrslitin fara fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×