„Glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 18:57 Sveinn Rúnar er heiðursborgari í Palestínu og þekkti Ismail Haniyeh persónulega. AP Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira