Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 12:21 Evan Gershkovich (t.v.) og Paul Whelan (t.v.), tveir bandarískir borgarar sem Rússar hafa haldið föngnum fyrir sakir sem vestræn stjórnvöld telja uppdiktaðar. AP Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“. Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Engin opinber staðfesting hefur enn fengist á fangaskiptunum sem Reuters-fréttastofan segir að gætu verið þau umfangsmestu frá lokum kalda stríðsins. Grannt hefur verið fylgst með ferðum flugvélar rússneskra stjórnvalda sem hefur áður verið notuð við fangaskipti en henni hefur verið flogið á milli Moskvu og Kalíníngrad við landamæri Póllands og Litháens í dag. ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmanni innan Bandaríkjastjórnar að Evan Gershkovic, blaðamaður Wall Street Journal, og Paul Whelan, fyrrverandi sjóliði, verði hluti af skiptunum. CNN-fréttastöðin hefur eftir sínum heimildum að hópur Bandaríkjamanna verði á meðal fanganna sem skipt verður á, þar á meðal Gershkovic og Whlean. Auk Gershkovic og Whelan hefur breska ríkisútvarpið BBC fengið staðfest að Alsu Kurmasheva, rússnesk-bandarískur útvarpsfréttamaður, verði látin laus. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að dreifa röngum upplýsingum um rússneska herinn í síðasta mánuði Alls ætli ríkin að skiptast á 24 föngum sem hafa verið í haldi í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og þremur Evrópuríkjum. Á meðal þeirra eru sagðir átta Rússar, þar á meðal nokkrir sem eru taldir tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Vadím Krasikov, ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB, sé nú á leið með flugvél til Tyrklands. Krasikov hlaut lífstíðardóm fyrir að myrða andstæðing rússneskra stjórnvalda í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag árið 2019. Skyndilegt hvarf pólitískra fanga í Rússlandi eins og Pauls Whelan, bandarísks fyrrverandi sjóliða, og Vladímírs Kara-Murza, rússnesks andófsmanns, auk nokkurra annara hefur gefið orðrómum um yfirvofandi fangaskipti byr undir báða vængi. Gershkovich var handtekinn við störf sín í Rússlandi í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir meintar njósnir í síðasta mánuði. Whelan hlaut einnig sextán ára dóm fyrir njósnir árið 2020. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, sagðist ekki tjá sig um „nokkuð af þessu ennþá“.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Þýskaland Belarús Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45 Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00 Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Bandarískur blaðamaður fær sextán ára dóm í Rússlandi Evan Gershkovich, bandarískur blaðamaður Wall Street Journal, hlaut sextán ára fangelsisdóm í Rússlandi í dag fyrir meintar njósnir. 19. júlí 2024 16:45
Vill morðingja fyrir blaðamann Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segist mögulega tilbúinn í fangaskipti vegna bandarísks blaðamanns sem haldið hefur verið í rússnesku fangelsi í tæpt ár vegna ásakana um njósnir. Í staðinn vill hann fá rússneskan njósnara sem situr í fangelsi í Þýskalandi fyrir morð. 9. febrúar 2024 16:00
Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. 5. desember 2023 23:52