Af dragdrottningum og grátkórum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:45 Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Tilefni atriðisins var að heiðra hina stórkostlegu áströlsku kvikmynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert sem komið hafði út sex árum áður. Ástæða þess að ég nefni þetta núna, 24 árum síðar, er sú staðreynd að í hverjum rúllandi hælaskó í Sydney stóð dragdrottning. Man einhver eftir því? Líklega eru það fáir, í ljósi þess að engin sérstök umræða fór fram um þetta ágæta atriði. Hraðspólum nú til ársins í ár þegar dragdrottningar voru aftur hluti hátíðarhalda í tengslum við Ólympíuleika, í þetta skipti í opnunaratriði leikanna. Vísað var í forn-gríska menningu, Díonýsus kom við sögu og þekktar dragdrottningar voru áberandi. Í kjölfarið upphófst hávær grátkór íhaldssams fólks á Vesturlöndum, meðal annars á Íslandi. Hann varð raunar svo hávær að Ólympíuleikarnir báðust afsökunar á því að einhverjir skyldu hafa móðgast vegna þess að þeir héldu (ranglega) að um vísun í málverk af síðustu kvöldmáltíð Krists væri að ræða. Það er furðulegt hvað ákveðnum hópi fólks er agalega umhugað um málfrelsi alveg þar til hinsegin fólk fær að njóta þess. Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það. Það er fullt tilefni til þess að staldra við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Tilefni atriðisins var að heiðra hina stórkostlegu áströlsku kvikmynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert sem komið hafði út sex árum áður. Ástæða þess að ég nefni þetta núna, 24 árum síðar, er sú staðreynd að í hverjum rúllandi hælaskó í Sydney stóð dragdrottning. Man einhver eftir því? Líklega eru það fáir, í ljósi þess að engin sérstök umræða fór fram um þetta ágæta atriði. Hraðspólum nú til ársins í ár þegar dragdrottningar voru aftur hluti hátíðarhalda í tengslum við Ólympíuleika, í þetta skipti í opnunaratriði leikanna. Vísað var í forn-gríska menningu, Díonýsus kom við sögu og þekktar dragdrottningar voru áberandi. Í kjölfarið upphófst hávær grátkór íhaldssams fólks á Vesturlöndum, meðal annars á Íslandi. Hann varð raunar svo hávær að Ólympíuleikarnir báðust afsökunar á því að einhverjir skyldu hafa móðgast vegna þess að þeir héldu (ranglega) að um vísun í málverk af síðustu kvöldmáltíð Krists væri að ræða. Það er furðulegt hvað ákveðnum hópi fólks er agalega umhugað um málfrelsi alveg þar til hinsegin fólk fær að njóta þess. Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það. Það er fullt tilefni til þess að staldra við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun