Fyrsti Ólympíumeistarinn í meira en hálfa öld sem ekki er táningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:02 Simone Biles fagnar gullverðlaunum sínum í gær með bandaríska fánanum. Getty/Pascal Le Segretain Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt. Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira
Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira