„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 12:20 Guðný segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. Hún segir ótrúlegt að heyra ennþá svona brandara árið 2024. Vísir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira