Rán um hábjartan dag Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 8. ágúst 2024 14:30 Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Akureyri Verðlag Neytendur Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun