Erlent

Þriðja ung­mennið hand­tekið í tengslum við Swift-tón­leikana

Kjartan Kjartansson skrifar
Allt að 65.000 manns áttu miða á tónleika Taylor Swift í Austurríki en þeim af öllum aflýst eftir að piltarnir voru handteknir.
Allt að 65.000 manns áttu miða á tónleika Taylor Swift í Austurríki en þeim af öllum aflýst eftir að piltarnir voru handteknir. AP/Heinz-Peter Bader

Austurríska lögreglan handtók þriðja ungmennið í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn er sagður hafa verið í sambandi við grunaðan höfuðpaur.

Nítján og sautján ára gamlir piltar eru í haldi lögreglu en sá eldri er grunaður um að hafa ætlað að gera sprengju- og hnífaárás á fyrir utan tónleikana með það fyrir augum að myrða sem flesta. 

Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst vegna öryggisógnarinnar. Yfirvöld segja að svo virðist sem að piltarnir hafi fengið innblástur sinn frá hryðjuverkahópunum Ríki íslams og al-Qaeda.

Þriðja ungmennið sem var handtekið í gærkvöldi er átján ára og á að hafa verið í sambandi við þann sem er grunaður um að ætla að fremja árásina. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að þeir hafi báðir svarið Ríki íslams hollustu. Sá yngri sé þó ekki talinn tengjast áformum um árás á tónleikana.


Tengdar fréttir

Ætluðu að drepa eins marga og þeir gætu

„Ástandið var alvarlegt og ástandið er alvarlegt, en við getum líka fullyrt að við komum í veg fyrir harmleik,“ segir Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis um hryðjuverkaárás sem tveir táningar eru grunaðir um að hafa áætlað að fremja í Vín, í kringum tónleika poppstjörnunnar Taylor Swift í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×