Ný aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi staðfest Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 13:27 Ráðherrarnir þrír staðfesta aðgerðaráætlunina. Mynd/Stjórnarráðið Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa staðfest aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi sem unnin var af þverfaglegum starfshópi heilbrigðisráðherra undir forystu Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalækni. Áætlunin felur í sér skilgreindar aðgerðir og verkefni sem ráðast þarf í, forgangsröðun þeirra og kostnaðarmat. Sex aðgerðir áætlunarinnar eru að stuðla að markvissri og skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, að takmarka útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með upplýsingagjöf, fræðslu og forvörnum. Þá á að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi með vöktun og vísindarannsóknum og hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með íhlutandi aðgerðum. Þá á að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi og tryggja samhæfingu og stjórn aðgerða gegn sýklalyfjaónæmi til framtíðar. Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir vann að áætluninni. Vísir/Vilhelm Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að sýklalyfjaónæmi sé vaxandi alþjóðlegt vandamál og ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn stendur frammi fyrir. „Sú hætta er raunveruleg að í náinni framtíð verði ekki hægt að meðhöndla einfaldar og alvarlegar sýkingar með sýklalyfjum. Slík staða myndi hafa gríðarlega alvarlegar heilsufars- og efnahagslegar afleiðingar fyrir þjóðir heims. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki eins stórt vandamál hér á landi og í mörgum öðrum löndum, fer vandinn vaxandi hér sem annars staðar,“ segir í tilkynningunni og að baráttan krefjist alþjóðlegrar samvinnu. „…því ónæmar bakteríur dreifast milli landa og virða engin landamæri. Alþjóðlegar stofnanir hafa undanfarið bent á hættuna af völdum sýklalyfjaónæmra baktería og hvatt til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu þeirra áður en það verður of seint.“ Þá segir einnig að þar sem að orsakir sýklalyfjaónæmis séu margar og samverkandi, hvetji alþjóðlegar stofnanir til þess að aðgerðaáætlanir þjóða byggi á nálgun „einnar heilsu“ (e. One Health) sem þýðir að aðgerðir þurfa að beinast að mönnum, dýrum, matvælum og umhverfi þar sem rætur vandans liggja. Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda er unnin á þeim grunni og hefur því snertifleti við málaflokka á valdsviði ráðherranna þriggja sem hafa staðfest hana. Áætlunin nær til áranna 2025 til 2029 og inniheldur sex aðgerðir sem fela í sér 24 markmið og 75 verkefni sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd. Verkefnunum er forgangsraðað og kostnaður af framkvæmd þeirra metinn. Aðgerðunum sem um ræðir er ætlað að stuðla að markvissri og skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Þungamiðja áætlunarinnar felur í sér verkefni sem miða að því að minnka og bæta notkun sýklalyfja, auka hreinlæti og koma í veg fyrir sýkingar með öðrum ráðum eins og bólusetningum. Nauðsynlegur þáttur í því er að upplýsa og um mikilvægi skynsamlegrar sýklalyfjanotkunar og mikilvægi sóttvarna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Sex aðgerðir áætlunarinnar eru að stuðla að markvissri og skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, að takmarka útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með upplýsingagjöf, fræðslu og forvörnum. Þá á að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi með vöktun og vísindarannsóknum og hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með íhlutandi aðgerðum. Þá á að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi og tryggja samhæfingu og stjórn aðgerða gegn sýklalyfjaónæmi til framtíðar. Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir vann að áætluninni. Vísir/Vilhelm Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að sýklalyfjaónæmi sé vaxandi alþjóðlegt vandamál og ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn stendur frammi fyrir. „Sú hætta er raunveruleg að í náinni framtíð verði ekki hægt að meðhöndla einfaldar og alvarlegar sýkingar með sýklalyfjum. Slík staða myndi hafa gríðarlega alvarlegar heilsufars- og efnahagslegar afleiðingar fyrir þjóðir heims. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki eins stórt vandamál hér á landi og í mörgum öðrum löndum, fer vandinn vaxandi hér sem annars staðar,“ segir í tilkynningunni og að baráttan krefjist alþjóðlegrar samvinnu. „…því ónæmar bakteríur dreifast milli landa og virða engin landamæri. Alþjóðlegar stofnanir hafa undanfarið bent á hættuna af völdum sýklalyfjaónæmra baktería og hvatt til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu þeirra áður en það verður of seint.“ Þá segir einnig að þar sem að orsakir sýklalyfjaónæmis séu margar og samverkandi, hvetji alþjóðlegar stofnanir til þess að aðgerðaáætlanir þjóða byggi á nálgun „einnar heilsu“ (e. One Health) sem þýðir að aðgerðir þurfa að beinast að mönnum, dýrum, matvælum og umhverfi þar sem rætur vandans liggja. Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda er unnin á þeim grunni og hefur því snertifleti við málaflokka á valdsviði ráðherranna þriggja sem hafa staðfest hana. Áætlunin nær til áranna 2025 til 2029 og inniheldur sex aðgerðir sem fela í sér 24 markmið og 75 verkefni sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd. Verkefnunum er forgangsraðað og kostnaður af framkvæmd þeirra metinn. Aðgerðunum sem um ræðir er ætlað að stuðla að markvissri og skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Þungamiðja áætlunarinnar felur í sér verkefni sem miða að því að minnka og bæta notkun sýklalyfja, auka hreinlæti og koma í veg fyrir sýkingar með öðrum ráðum eins og bólusetningum. Nauðsynlegur þáttur í því er að upplýsa og um mikilvægi skynsamlegrar sýklalyfjanotkunar og mikilvægi sóttvarna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira