„Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:30 Ana Barbosu horfir hér upp á stigatöfluna og sér að það er búið að breyta úrslitunum. Hún var þar með búin að missa bronsið sem hún hélt hún hefði unnið en sú rúmenska mun fá það aftur á endanum. Getty/Tim Clayton Rúmenska fimleikakonan Ana Barbosu er aftur orðin handhafi bronsverðlaunanna í gólfæfingum kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa misst þau rétt eftir keppnina sjálfa. Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Sjá meira
Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Sjá meira