Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa? Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir skrifa 14. ágúst 2024 12:30 Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar