Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa? Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir skrifa 14. ágúst 2024 12:30 Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar