Samstaða kennara skiptir máli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 18:01 Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun