„Flestum í Noregi er illa við EES“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun