Innlent

Beðið eftir gosi, orlofsgreiðslur og ó­sáttir verk­fræðingar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við verkfræðinga sem eru ósáttir við ganginn í kjaraviðræðum við opinbera markaðinn og hinn almenna.

Þeir fullyrða að kaupmáttur í stéttinni hafi staðið í stað á meðan kaupmáttur ómenntaðra hafi stóraukist síðustu áratugi.

Einnig fjöllum við um orlofsgreiðslu sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri fékk við starfslok sín en hann átti inni uppsafnað orlof frá heilum áratug.

Að auki verður rætt við Veðurstofuna um yfirvofandi gos á Reykjanesi en þar hefur skjálftavirknin verið töluverð síðasta sólarhringinn. 

Og í íþróttunum er það fótboltinn sem verður fyrirferðarmestur enda leikir í báðum efstu deildum, karla og kvenna, í dag.

Klippa: Hádegisfréttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×