Veður

Víða bjart og fal­legt sunnan­lands í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Létta á til í höfuðborginni með morgninum en hiti verður á bilinu tíu til fjórtán stig.
Létta á til í höfuðborginni með morgninum en hiti verður á bilinu tíu til fjórtán stig. Vísir/Vilhelm

Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag.

Búast má við stöku síðdegisskúrum á Suðausturlandi í dag. Við norðurströndina verður hiti frá sjö stigum en allt að sextán stig syðst á landinu.

Um helgina er spáð norðvestan og norðan fimm til þrettán metrum á sekúndu og áfram vætusömu fyrir norðan. Sunnan heiða á að vera skýjað og líkur á stöku skúrum. Kólna á heldur í veðri og á sunnudagsmorgun gæti jafnvel snjóað í fjöll á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×