Hún segir suma fara í sturtu og aðra skella sér líka í laugina. Heita vatnið var tekið af í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Norðlingaholti, Breiðholti og á Álftanesi í gær og verður sett aftur á á morgun. Sundlaugar eru því víða lokaðar.
Í Dalslaug var ekki meira að gera en vanalega í morgunsárið en vaktstjóri átti von á því að það yrði töluvert meira að gera þegar líður á daginn. Í Sundhöll Reykjavíkur gekk allt sinn vanagang samkvæmt upplýsingum frá vakstjóra.
Lokað er í Breiðholtslaug og Árbæjarlaug vegna heitavatnsleysis og í Vesturbæjarlaug vegna viðhalds. Aðrar laugar sem eru opnar í Reykjavík eru Klébergslaug og Grafarvogslaug en þær opna seinna en hinar.