Vara við hættu á skriðuföllum Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 14:36 Mikilli úrkomu er spáð á Ströndum. vísir/vilhelm Aukin hætta er á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum fram á laugardag. Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu dagana 22. til 24. ágúst. Mesta úrkoman mun falla seinnipartinn í dag og á morgun en Veðurstofan á von á því að það dragi úr úrkomu á laugardaginn og stytta muni upp á sunnudag. Gera má ráð fyrir að það geti fryst í fjallstoppum og úrkoman muni að mestu falla sem rigning nema efst í fjöllum þar sem það mun snjóa. Að sögn Veðurstofunnar má búast við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðum og grjóthruni þar sem rigning er mikil. „Þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum getur verið hætta á skriðum og grjóthruni niður á vegi. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er afstaðin,“ segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að tilkynna henni um skriðuföll. Jarðvegur víða vatnsmettaður Samkvæmt spá verður mesta úrkoman á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum, Tröllaskaga, austanverðum Tindastóli, Flateyjarskaga, Tjörnesi og Hellisheiði eystri. Einnig má gera ráð fyrir þónokkurri úrkomu á Borgarfirði eystra næsta sólarhringinn, að sögn Veðurstofunnar. Síðustu daga og vikur hafi rignt talsvert á norðanverðu landinu og megi því gera ráð fyrir að jarðvegur sé víða blautur eða vatnsmettaður. Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22. ágúst 2024 10:26 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Sjá meira
Mesta úrkoman mun falla seinnipartinn í dag og á morgun en Veðurstofan á von á því að það dragi úr úrkomu á laugardaginn og stytta muni upp á sunnudag. Gera má ráð fyrir að það geti fryst í fjallstoppum og úrkoman muni að mestu falla sem rigning nema efst í fjöllum þar sem það mun snjóa. Að sögn Veðurstofunnar má búast við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðum og grjóthruni þar sem rigning er mikil. „Þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum getur verið hætta á skriðum og grjóthruni niður á vegi. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er afstaðin,“ segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að tilkynna henni um skriðuföll. Jarðvegur víða vatnsmettaður Samkvæmt spá verður mesta úrkoman á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum, Tröllaskaga, austanverðum Tindastóli, Flateyjarskaga, Tjörnesi og Hellisheiði eystri. Einnig má gera ráð fyrir þónokkurri úrkomu á Borgarfirði eystra næsta sólarhringinn, að sögn Veðurstofunnar. Síðustu daga og vikur hafi rignt talsvert á norðanverðu landinu og megi því gera ráð fyrir að jarðvegur sé víða blautur eða vatnsmettaður.
Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22. ágúst 2024 10:26 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Sjá meira
Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22. ágúst 2024 10:26