Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga.
Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um árásarmanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi.
Þá fjöllum við um dagskrá Menningarnætur og verðum í beinni útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu.