Við fjöllum um flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn er í skugga fylgishruns, í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina.
Þá kíkjum við á kveðjuhóf fyrir starfsmenn Múlalundar, sem sumir eiga að baki áratugalangan feril á staðnum, og verðum í beinni frá ævintýraheimi sem skapaður hefur verið í Hafnarfirði.