Innlent

Leigj­endur ó­sáttir við ný lög

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Samtaka leigjenda sem gagnrýnir harðlega nýgerðar breytingar á húsaleigulögum sem tóku gildi nú um mánaðarmótin. 

Formaðurinn segir að ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna.

Einnig verður rætt við forseta nemendafélagsins í Verzlunarskólanum þar sem nemendur klæddust bleiku í dag til að heiðra minningu skólasystur sinnar, Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum á föstudag eftir hnífaárás á Menningarnótt.

Einnig verður rætt við ósátta Sjálfstæðismenn sem segja að samstarf við vinstriflokkana sé fullreynt.

Og í íþróttunum er fókusinn á Ólympíuleikum fatlaðra, þar sem Íslendingar áttu sinn fulltrúa í morgun.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 2. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×