Meinleg fljótfærni að umdeild færsla FÍB fór í loftið Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:52 Runólfur segir búið að kryfja það innanhúss hvernig misvísandi færsla um afkastagetu bíla og strætó birtist á vefsíðu FÍB í gær. Myndin hægra megin fylgdi færslu FÍB í gær. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að fljótfærni hafi verið um að kenna að umdeild færsla um flutningsgetu einkabíla og almenningsvagna birtist á vef þess í gær. Efni hennar hafi verið þvert á það sem félagið vilji standa fyrir. Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“ Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“
Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira