Matmálstímar hafa forvarnargildi Fjalar Freyr Einarsson skrifar 6. september 2024 08:32 Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun