Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar 7. september 2024 14:02 Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar