Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 14:33 Daði segir að um leið og veðrið er gott fjölgi þyrluflugunum. Vísir/Vilhelm Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“ Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
„Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira