„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2024 19:33 Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boðuðu til mótmæla á Austurvelli klukkan 16 í dag. Á sama tíma hófst fyrsti þingfundur vetrarins. vísir/vilhelm Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli við þingsetningu og sökuðu stjórnvöld um aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Fólk sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa fengið sig fullsatt af ríkisstjórninni og háu verðlagi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallaði eftir neyðaraðgerðum við neyðarástandi. Ýmis skilti og aðra merkingar voru höfð uppi á mótmælunum.vísir/vilhelm Einn mótmælandi sem gaf sig á tal við fréttastofu sagðist alls ekki vera vongóður að þingmenn og stjórnvöld hlusti á mótmælendur. Hann hélt á skilti sem stóð á „BURT með kapítalískt einræði!“ og sagðist hafa mætt snemma á Austurvöll til að sjá þingmennina ganga frá Dómkirkjunni yfir í þingsalinn þegar þingsetningin fór fram. „Ég er mjög þreyttur að ríkisstjórnin er bara að vinna fyrir auðmenni. Það er djúp krísa í húsnæði með verðbólgu og með heilbrigðiskerfið. Okkur langar í þjónustu, við sem kjósum, við sem vinnum.“ Hér má sjá skiltið sem um ræðir hér að ofan.vísir/vilhelm Annar mótmælandi sagði að það eina í stöðunni væri að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. „Í dag er verið að leggja fram fjárlög og það er látið eins og allt sé hér í góðu lagi á meðan, mér sýnist fjórar af hverjum fimm barnafjölskyldum vera gjörsamlega úr takti við alla pólitíska umræðu ríkisstjórnarinnar.“ Töluvert margmenni var á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis voru ræðufólk dagsins á fundinum. Gestir tóku vel undir orð ræðufólksins og mátti heyra „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn,“ óma frá gestum í átt að þinghúsi. Talsvert var einnig um baul og klapp á fundinum. Fólk lét í sér heyra þrátt fyrir vind á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, var með fundarstjórn. Að loknum fundi sagðist hann vera mjög ánægður með mætinguna og vonaðist eftir enn betri mætingu á komandi mótmælum. Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, fór með fundarstjórn.vísir/vilhelm „Ég er ekkert sérstaklega vongóður. Ég held að það þurfi fleiri mótmæli og enn þá betri mætingu. Við skulum sjá, við skulum sjá hvað setur. Vonandi verða þetta ákveðin skilaboð og kveikja til að vekja fólk aðeins upp, því það gerist ekkert nema við berjumst fyrir því.“ Sonja tók undir orð Ragnars og sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægast væri að færa einbeitingu stjórnvalda yfir á að bæta kjör heimilanna á landinu. „Þetta var dúndur mæting miðað við mjög stuttan fyrirvara. Ef við ætlum að rjúfa vítahring verðbólguvaxta þá þarf að tryggja uppbyggingu á húsnæði, það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að grípa boltann með núna.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.vísir/vilhelm Hælisleitendur frá Venesúela mótmæltu frávísun frá landinu.vísir/vilhelm Þjóðfáni Palestínu blasti við víða á fundinum.vísir/vilhelm Töluvert var um klapp og köll í dag.vísir/vilhelm Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli við þingsetningu og sökuðu stjórnvöld um aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Fólk sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa fengið sig fullsatt af ríkisstjórninni og háu verðlagi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallaði eftir neyðaraðgerðum við neyðarástandi. Ýmis skilti og aðra merkingar voru höfð uppi á mótmælunum.vísir/vilhelm Einn mótmælandi sem gaf sig á tal við fréttastofu sagðist alls ekki vera vongóður að þingmenn og stjórnvöld hlusti á mótmælendur. Hann hélt á skilti sem stóð á „BURT með kapítalískt einræði!“ og sagðist hafa mætt snemma á Austurvöll til að sjá þingmennina ganga frá Dómkirkjunni yfir í þingsalinn þegar þingsetningin fór fram. „Ég er mjög þreyttur að ríkisstjórnin er bara að vinna fyrir auðmenni. Það er djúp krísa í húsnæði með verðbólgu og með heilbrigðiskerfið. Okkur langar í þjónustu, við sem kjósum, við sem vinnum.“ Hér má sjá skiltið sem um ræðir hér að ofan.vísir/vilhelm Annar mótmælandi sagði að það eina í stöðunni væri að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. „Í dag er verið að leggja fram fjárlög og það er látið eins og allt sé hér í góðu lagi á meðan, mér sýnist fjórar af hverjum fimm barnafjölskyldum vera gjörsamlega úr takti við alla pólitíska umræðu ríkisstjórnarinnar.“ Töluvert margmenni var á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis voru ræðufólk dagsins á fundinum. Gestir tóku vel undir orð ræðufólksins og mátti heyra „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn,“ óma frá gestum í átt að þinghúsi. Talsvert var einnig um baul og klapp á fundinum. Fólk lét í sér heyra þrátt fyrir vind á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, var með fundarstjórn. Að loknum fundi sagðist hann vera mjög ánægður með mætinguna og vonaðist eftir enn betri mætingu á komandi mótmælum. Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, fór með fundarstjórn.vísir/vilhelm „Ég er ekkert sérstaklega vongóður. Ég held að það þurfi fleiri mótmæli og enn þá betri mætingu. Við skulum sjá, við skulum sjá hvað setur. Vonandi verða þetta ákveðin skilaboð og kveikja til að vekja fólk aðeins upp, því það gerist ekkert nema við berjumst fyrir því.“ Sonja tók undir orð Ragnars og sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægast væri að færa einbeitingu stjórnvalda yfir á að bæta kjör heimilanna á landinu. „Þetta var dúndur mæting miðað við mjög stuttan fyrirvara. Ef við ætlum að rjúfa vítahring verðbólguvaxta þá þarf að tryggja uppbyggingu á húsnæði, það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að grípa boltann með núna.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.vísir/vilhelm Hælisleitendur frá Venesúela mótmæltu frávísun frá landinu.vísir/vilhelm Þjóðfáni Palestínu blasti við víða á fundinum.vísir/vilhelm Töluvert var um klapp og köll í dag.vísir/vilhelm
Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira