Alexander Smári er tvítugur að aldri og hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands. Undanfarin ár hefur hann spilað í bandaríska háskólaboltanum og svo með Asker Aliens í efstu deild Noregs.
Coddon er 28 ára gamall Bandaríkjamaður með íslenskt ríkisfang en hann hefur spilað hér á landi í dágóða stund. Hann lék með Skallagrími, Haukum og síðast Álftanesi en færir sig nú til Njarðvíkur.