Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. september 2024 18:01 Við Íslendingar fögnum nýjum forseta vorum. Halla Tómasdóttir hefur trú á ungum Íslendingum og vill hlusta á þau og við verðum að hlusta á þau. Þeim líður ekki vel og kannski líður okkur ekki heldur vel. Við viljum betri framtíð fyrir börnin okkar. Þar sem stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir ógna ekki tilveru okkar og þeirra sem erfa þetta land. Hverjir eru það sem stýra þeim stríðsátökum sem nú skekja okkar tilveru ? Það eru karlar sem vilja vera stærri en þeir eru og svífast einskis í græðgi sinni. Beita vopnum, hnífum og vilja bara gjöra illt. Yfirtaka land sem þeir ekki eiga og telja að það sé í lagi að taka fólk í gíslingu, drepa saklaus börn og aldraða og hlífa engu sem fyrir verður. Ef við skoðum söguna voru það oftast karlmenn með skrýtið sjálfsálit sem stýrðu styrjöldum veraldar. En vissulega lesum við líka um illgjarnar konur t.d í Íslendingasögunum sem stjórnuðu bak við tjöldin og þá voru þau köld kvenna ráðin. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn af 21 . öldinni eru það enn og aftur stríðsátök víða um heim sem ógna tilveru okkar. Átök milli ólíkra þjóðarbrota og deilur skekja heiminn. Fólk á flótta undan erfiðum og jafnvel vonlausum aðstæðum fær líka mismunandi móttökur á nýjum stað. Vissulega getum við Íslendingar ekki umfaðmað allan heiminn hér á okkar litlu eyju en við getum betur. Minnumst þeirra Íslendinga sem flúðu landið okkar á 19 og 20 öldinni. Vesturfararnir sem byggðu upp nýtt samfélag lærðu nýtt tungumál og tókust á við framandi aðstæður à nýjum stað. Þau voru flóttamenn þess tíma sem gleymdu samt ekki uppruna sínum heldur eru stolt af sínum íslenska arfi og minnast fósturjarðar sinnar með virðingu. Við sem komin erum á miðjan aldur óskum einskis nema að börn okkar og barnabörn fái að búa í friðsælum heimi þar sem ólík þjóðarbrot geta glaðst saman og notið fjölbreytileikans sem mannlífið gefur. Hlegið, grátið og haft gaman, sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út og hverju við trúum. Allir binda vonandi miklar vonir við að bandaríska þjóðin sjái að þeirra eina von er að Kamala Harris komist til valda . Hún er afkomandi innflytjanda í því góða landi. Með sinn fallega litarhátt er hún frambærilegur kandídat gegn Trump sem er appelsínugulur á litinn og með aflitað hár. Hann telur sig geta allt í nafni auðs en hefur vissulega talað niður til kvenna og brotið á þeim í gegnum tíðina. Veit ekki hvenær hann segir satt eða lýgur. Hvað kallast það aftur ? Siðblindur er það ekki ? Hvað eru margir siðblindir einræðisherrar með enga réttlætiskennd sem stjórna nú víða um heim ? Standa í stríði bara til að sína vald sitt á meðan þegnar þeirra líða. Þetta eru karlar sem þarf að taka úr umferð sem fyrst. Ungir karlmenn beita hnífum víða um heim því þeim líður ekki vel. Nú er það öll íslenska þjóðin sem grætur vegna slíks voðaverks á okkar litla landi. Við finnum til með syrgjendum, ungum ofbeldismönnum sem líður illa og aðstandendum þeirra. Við viljum ekki ofbeldi, við þurfum að taka utan um unga fólkið okkar. Við verðum að hlúa að þeim börnum sem líður illa og finna sig ekki í skólakerfinu sem er kannski meira hannað fyrir stúlkur en drengi. Greina hvað er að og hvernig má hjálpa þeim. Getur það verið að öflugir kvenleiðtogar séu okkar eina von? Vissulega á kyn ekki að skipta máli þegar kemur að því að finna forystusauði nútíma samfèlags. En öflugar konur geta margt sem leiðtogar lands og þjóðar. Íslenskir læknar búa svo vel að formaður Læknafélags Íslands er öflug kona sem talar skýrt á mannamáli um það sem þarf að breyta og það strax í gær. Til að okkar annars góða heilbrigðiskerfi geti sinnt þeim sem þurfa, öllum àn efnahags, stéttar eða stöðu. Án litarhátts eða þjóðernis. Svo öllum geti liðið betur, strákum og stelpum sem erfa þetta land. Öflugar konur geta allt sem þær vilja og við þurfum að skipta þeim innà leikvöllinn sem fyrst. Það verður bandaríska þjóðin að átta sig á ef ekki á illa að fara. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fögnum nýjum forseta vorum. Halla Tómasdóttir hefur trú á ungum Íslendingum og vill hlusta á þau og við verðum að hlusta á þau. Þeim líður ekki vel og kannski líður okkur ekki heldur vel. Við viljum betri framtíð fyrir börnin okkar. Þar sem stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir ógna ekki tilveru okkar og þeirra sem erfa þetta land. Hverjir eru það sem stýra þeim stríðsátökum sem nú skekja okkar tilveru ? Það eru karlar sem vilja vera stærri en þeir eru og svífast einskis í græðgi sinni. Beita vopnum, hnífum og vilja bara gjöra illt. Yfirtaka land sem þeir ekki eiga og telja að það sé í lagi að taka fólk í gíslingu, drepa saklaus börn og aldraða og hlífa engu sem fyrir verður. Ef við skoðum söguna voru það oftast karlmenn með skrýtið sjálfsálit sem stýrðu styrjöldum veraldar. En vissulega lesum við líka um illgjarnar konur t.d í Íslendingasögunum sem stjórnuðu bak við tjöldin og þá voru þau köld kvenna ráðin. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn af 21 . öldinni eru það enn og aftur stríðsátök víða um heim sem ógna tilveru okkar. Átök milli ólíkra þjóðarbrota og deilur skekja heiminn. Fólk á flótta undan erfiðum og jafnvel vonlausum aðstæðum fær líka mismunandi móttökur á nýjum stað. Vissulega getum við Íslendingar ekki umfaðmað allan heiminn hér á okkar litlu eyju en við getum betur. Minnumst þeirra Íslendinga sem flúðu landið okkar á 19 og 20 öldinni. Vesturfararnir sem byggðu upp nýtt samfélag lærðu nýtt tungumál og tókust á við framandi aðstæður à nýjum stað. Þau voru flóttamenn þess tíma sem gleymdu samt ekki uppruna sínum heldur eru stolt af sínum íslenska arfi og minnast fósturjarðar sinnar með virðingu. Við sem komin erum á miðjan aldur óskum einskis nema að börn okkar og barnabörn fái að búa í friðsælum heimi þar sem ólík þjóðarbrot geta glaðst saman og notið fjölbreytileikans sem mannlífið gefur. Hlegið, grátið og haft gaman, sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út og hverju við trúum. Allir binda vonandi miklar vonir við að bandaríska þjóðin sjái að þeirra eina von er að Kamala Harris komist til valda . Hún er afkomandi innflytjanda í því góða landi. Með sinn fallega litarhátt er hún frambærilegur kandídat gegn Trump sem er appelsínugulur á litinn og með aflitað hár. Hann telur sig geta allt í nafni auðs en hefur vissulega talað niður til kvenna og brotið á þeim í gegnum tíðina. Veit ekki hvenær hann segir satt eða lýgur. Hvað kallast það aftur ? Siðblindur er það ekki ? Hvað eru margir siðblindir einræðisherrar með enga réttlætiskennd sem stjórna nú víða um heim ? Standa í stríði bara til að sína vald sitt á meðan þegnar þeirra líða. Þetta eru karlar sem þarf að taka úr umferð sem fyrst. Ungir karlmenn beita hnífum víða um heim því þeim líður ekki vel. Nú er það öll íslenska þjóðin sem grætur vegna slíks voðaverks á okkar litla landi. Við finnum til með syrgjendum, ungum ofbeldismönnum sem líður illa og aðstandendum þeirra. Við viljum ekki ofbeldi, við þurfum að taka utan um unga fólkið okkar. Við verðum að hlúa að þeim börnum sem líður illa og finna sig ekki í skólakerfinu sem er kannski meira hannað fyrir stúlkur en drengi. Greina hvað er að og hvernig má hjálpa þeim. Getur það verið að öflugir kvenleiðtogar séu okkar eina von? Vissulega á kyn ekki að skipta máli þegar kemur að því að finna forystusauði nútíma samfèlags. En öflugar konur geta margt sem leiðtogar lands og þjóðar. Íslenskir læknar búa svo vel að formaður Læknafélags Íslands er öflug kona sem talar skýrt á mannamáli um það sem þarf að breyta og það strax í gær. Til að okkar annars góða heilbrigðiskerfi geti sinnt þeim sem þurfa, öllum àn efnahags, stéttar eða stöðu. Án litarhátts eða þjóðernis. Svo öllum geti liðið betur, strákum og stelpum sem erfa þetta land. Öflugar konur geta allt sem þær vilja og við þurfum að skipta þeim innà leikvöllinn sem fyrst. Það verður bandaríska þjóðin að átta sig á ef ekki á illa að fara. Höfundur er læknir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun