Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 12:37 Börnin eru í 2. bekk í Helgafellsskóla. Helgafellsskóli Móðir drengs í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segir sárt að vita til þess að sonur hennar eigi enga vini í upphafi skólaárs, þar sem hann hefði nánast verið tekinn úr umferð í 1. bekk. Drengurinn mætti með hníf í skólann í vor, en móðir hans segir ekki alla söguna sagða. Skólastjórinn segir sárt að vita af vanlíðan nemanda og stefnt sé að því að finna farsællega lausn sem henti öllum. Móðir stúlku í sama bekk og drengurinn sagðist í viðtali við Vísi í gær að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Sá hefði hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. „Við erum búin að reyna allt. Búin að vera mjög þolinmóð og gefa skólanum mörg tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt, sem er ekki gert,“ sagði Marta Eiríksdóttir móðir stúlkunnar. Síðasta úrræðið hafi verið að vekja athygli á málinu opinberlega. Langur aðdragandi hafi verið að því. Með hníf í skólanum Móðir drengsins, sem Vísir hefur rætt við, birti í dag nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Mæðratips, þar sem hún sagðist miður sín yfir málinu, og þeirri vanlíðan sem dóttir Mörtu upplifði í skólanum. Hún og eiginmaður hennar vildu stúlkunni það besta, rétt eins og þeirra eigin syni. Engu að síður teldi hún að hún þyrfti að koma nokkrum hlutum á framfæri, til varnar syni sínum. „Það er ekkert að fara að afsaka þessa hegðun en mig langar samt að reyna að segja okkar sögu út frá þessum atvikum og vona ég innilega að við fáum einhvern skilning,“ skrifar móðir drengsins. Í færslunni, sem hún birti upprunalega í hópi fyrir forelda í bekk barnanna, rekur hún samskipti barnanna tveggja, vinskap þeirra og þau atvik þar sem drengurinn meiddi stúlkuna, auk viðbragða skólans. „Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt. Svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna,“ skrifar móðir drengsins. Strákurinn viti ekki hvað hann hafi sagt Hún sé miður sín yfir því að hann hafi náð að taka hnífinn með sér í skólann, og látið þessi orð út úr sér. „En mig langar samt að segja að hann veit alls ekki hvað þetta þýðir, hann horfir aldrei á myndir sem eru bannaðar og við erum bara mjög sjokkeruð yfir þessu öllu,“ skrifar hún. Í kjölfarið hafi hún reynt að setja sig í samband við móður stúlkunnar en því ekki verið svarað, en kæra hafi borist frá barnavernd vegna málsins. „Og gjörsamlega allt fór af stað þennan dag. Sem við skiljum alveg, þetta er mjög alvarlegt mál að láta svona orð útúr sér. En mig langaði samt að segja að hann er nýorðinn 7 ára og hann er bara barn,“ skrifar móðirin og bætir við að þrátt fyrir að drengurinn eigi erfitt með einbeitingu tali starfsmenn skólans vel um hann. Kúplaður út úr bekknum Í færslunni segir móðirin að þau faðir drengsins hafi ekki verið ósamvinnuþýð, heldur verið með drenginn í úrræðum á vegum bæjarins og sálfræðingi sem gert hafi þroska- og vitsmunamat á honum, auk fleiri prófana. Þar að auki sé fylgst vel með drengnum í skólanum og foreldarnir fái reglulegar uppfærslur um framgang hans þar. „Hann var gjörsamlega kúplaður úr bekknum, hann var settur í annað rými að læra með stuðning með sér. Fór ekki út að leika með hinum krökkunum og var einn í mat. Honum fannst það samt ekki leiðinlegt og honum leið betur. Starfsmenn voru farnir að sjá mikinn mun á hans líðan og töluðu vel um hann. Áður en skólanum lauk var sveitaferð og fleira í boði í skólanum sem honum var boðið með í, og það var að sjálfsögðu stuðningur með honum, þau fóru í rútu í sveitina og stúlkan vildi sitja hjá honum í rútunni. Ekkert athugavert var þá í fari hans gagnvart henni samkvæmt því sem ég fékk að heyra frá hans fylgdarmönnum eftir daginn. Þau léku sér saman og svo kom að skólaslitum,“ skrifar móðirin. Eftir sumarið hafi börnin verið farin að leika sér aftur saman utan skóla. „Nú eru þau komin í annan bekk og við foreldrarnir förum á okkar fyrsta teymisfund með skólanum mánudaginn 9. september. Fundurinn er með kennara, stuðningskennara og frístund ásamt sálfræðingi frá Mosfellsbæ. Þau tala um hvað hann er með allt annað viðhorf í skólanum og miklu duglegri að læra og vinna verkefni,er farinn að sækjast í hópastarf og þetta er bara að byrja dásamlega. Einnig er nefnt hvað stúlkan og strákurinn okkar eru mikir vinir og þau séu endalaust að dunda sér, leika í búðarleik og hann að sjálfsögðu alltaf með stuðning í frístund og í skólanum.Strákurinn okkar er búinn að koma mjög glaður heim og finnst svo gaman að þau séu orðnir vinir aftur.“ Marta Eiríksdóttir er móðir stúlkunnar sem um ræðir, en hún steig fram í gær og sagði frá upplifun sinni af málinu.Marta Eiríksdóttir Veit að drengurinn er ekki vondur Móðirin segist reglulega reyna að fá upplýsingar frá drengnum um eitthvað sem ekki komi fram hjá skólanum um hans hegðun, en svo sé ekki að hans eigin sögn. „En hann segir mér alveg að stúlkan segi við sig að hún megi ekki leika við hann. Ég skil það svo vel. En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því.“ Hún segist vona innilega að fólk geti einnig sett sig í spor drengsins og foreldranna. „Það er mjög slæmt fyrir okkur sem fjölskyldu að það sé bara sögð ein hlið og það á veraldarvefnum fyrir allra augum þegar við erum að reyna að gera okkar besta í að hjálpa honum. Það tekur 3 ár fyrir geðheilbrigðiskerfið að greina barn í dag. Það er líka sárt að vita að barnið sitt á enga vini í skólanum þar sem hann var eiginlega ekkert í bekknum í 1. bekk. Getum við ekki fundið leið til að vinna þetta öll saman?“ skrifar móðirin í niðurlagi færslunnar. Átakanlegt að horfa á barn sitt útskúfað Í samtali við Vísi segist móðirin telja að skólinn hafi gripið drenginn nokkuð vel, og að foreldrarnir fái skýrslu í lok hvers dags um hans hegðun og hvernig hafi gengið. „Heilt yfir finnst mér skólinn hafa tæklað þetta vel, en hann er ekkert vinamargur í dag því hann var nánast ekkert í fyrsta bekk. Það er átakanlegt að horfa á barnið sitt útskúfað.“ Hún segist þó hafa fullan skilning á aðstæðunum, og að allir vilji gera það sem börnunum sé fyrir bestu. „Við erum að tala um sex ára börn“ Móðirin segir málið gríðarlega alvarlegt, en henni finnist nánast eins og verið sé að jarða barnið hennar. „Eins og hann sé algjör ofbeldishundur sem ráðist á fólk. Það er eins og verið sé að lýsa 15 ára ungling, en við erum að tala um sex ára börn.“ Hún segir foreldra hennar leggja allt kapp á að vinna í hans málum. Hún hafi verið í veikindaleyfi frá því snemma í júní til þess að geta sinnt drengnum og yngri bróður hans betur. „Við erum á fullu að vinna í hans málum, en það tekur allt tíma. Geðheilbrigðiskerfið býður ekki upp á að tækla svona mál einn, tveir og bingó. Þetta er langt ferli fyrir lítil börn sem þurfa virkilega aðstoð. Við erum öll að reyna að gera það besta fyrir börnin okkar.“ Tilbúin að gera allt sem hægt er Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu mjög sárt að vita af vanlíðan barns í skólanum og foreldra þess. „Málin eru snúin þegar þau koma í fréttir, og við erum með viðkvæmt umhverfi og getum lítið tjáð okkur sem skóli um mál einstaklinga. En við finnum auðvitað mikið til með þessum foreldrum,“ segir Rósa. Unnið hafi verið með foreldrum beggja barna að málinu, ásam skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. „Það er alltaf markmið okkar að vinna vel með foreldrum og að börn og foreldrar upplifi að við tökum þessi mál alvarlega og vinnum þau vel,“ segir Rósa. Rósa Ingvarsdóttir er skólastjóri Helgafellsskóla. Skólinn rói öllum árum að því að búa til öruggt umhverfi fyrir öll börn, en ljóst sé að gera megi meira. „Með þessu segir [Marta] að við eigum að gera betur, og við erum tilbúin í það sem við getum gert til þess að hlutirnir fari í góðan farveg,“ segir Marta. „Við vitum að það dýrmætasta sem foreldrar eiga eru börnin þeirra og það vilja allir foreldrar þeirra að börnin þeirra séu örugg og í góðu umhverfi. Við leggjum allt kapp á það, og höfum gert frá upphafi, að skapa umhverfi þannig að börnum geti liðið vel.“ Unnið sé með hvert barn eins og það er, og þarna sé ljóst að foreldrar séu ósáttir. „Vonandi finnum við góða lausn fyrir alla á þessu, þannig að þetta erfiða og vonda mál komist í góðan farveg,“ segir Rósa. Öskrar á hjálp fyrir dóttur sína Marta, móðir stúlkunnar sem steig fram í gær, segist ekki hafa séð annan kost en að greina opinberlega frá málinu. Dóttir hennar hafi lítið sem ekkert verið í skólanum eða frístund í um þrjár vikur vegna málsins. „Ég gerði þetta til að öskra á hjálp fyrir dóttur mína, en líka bara frá mínu hjarta að koma þessu frá mér. Deila þessu sem móðir, okkar upplifun og reynslu,“ segir Marta. Færslu hennar sem birtist í gær má sjá hér að neðan: Hún hafi fengið mikil viðbrögð við frásögninni, meðal annars frá fólki sem deili sambærilegri reynslu af skólakerfinu. „Mér finnst ég reyna að koma því eins vel og ég mögulega get frá mér í þessum pistli að við erum ekki að ásaka neinn nema skólakerfið, skólastjórnendur í skólanum hjá börnunum,“ segir Marta, sem telur ekki nógu vel hafa verið tekið á málinu. „Við erum ekki hérna til að rústa mannorði hans eða þeirra, þetta er bara barn sem er í vanda.“ Þögnin yfirþyrmandi Marta segist engin viðbrögð hafa fengið frá skólanum, eftir að hún sagði sögu sína. „Ekki múkk, þögnin er yfirþyrmandi. Það var reynt að fá okkur á fund sem var ræddur fyrir helgi, en ég sé ekki fram á það að við séum að fara að mæta á neinn fund nema þá með lögfræðingi. Ég veit ekki hvað við ættum að ræða þar sem hefur ekki verið rætt áður. Mér finnst þau ekki hafa tæklað þetta vel.“ Hér að neðan má sjá færslu móður drengsins inni á Mæðratips í heild sinni. **Vegna fréttar um 6 ára dreng með hníf langar foreldrum hans að koma þessu til ykkar þar sem þetta er komið út um allt á veraldrarvefnum og bara ein hlið sögð** Sælir, kæru foreldrar nemenda í 2.bekk Helgafellskóla. Okkur foreldrunum langar að segja nokkur orð í ljósi umræðunnar sem kom hingað inn á síðuna. Auðvitað erum við alveg miður okkar á að heyra hvernig Stúlkunni líður og viljum við allt það besta fyrir hana og strákinn okkar. Mér finnst ég þurfa að koma hingað inn og vera rödd fyrir strákinn okkar. Það er ekkert að fara að afsaka þessa hegðun en mig langar samt að reyna að segja okkar sögu út frá þessum atvikum og vona ég innilega að við fáum einhvern skilning. Í byrjun apríl var drengurinn og stúlkan mjög góðir vinir, ég og móðir Stúlkunnar töluðum meira að segja um að leyfa þeim að leika saman utan skóla. Þann 8.apríl fæ ég skilaboð frá Móðir stúlkunnar um að þau væru stödd erlendis og að stelpan væri með marbletti á bakinu og segir hún að strákurinn okkar hafi lamið hana í bakið með plastfötu í frístund. Mér var mjög brugðið á að sjá myndina sem hún sendi mér og spurði hvort það væri ekki í lagi að ég myndi sýna syni mínum myndina og spyrja hann hvað gengi á. Svörin sem ég fékk var að hafi verið að leika sér í hoppuleiknum, og hefðu verið að hoppa hvert á annað. Ég sagði honum að þetta væri alls ekki i lagi þar sem hann væri stærri en hún og þyngri, og að það mætti alls ekki hoppa svona á öðrum einstaklingi. Ég spyr svo móðir stelpunar hvort að frístund hafi verið vör við þetta atvik? Hún segir að dóttir hennar hafi sagt að drengurinn hafi verið látinn hringja heim, en við fengum ekki símtal um þetta mál. Bara þessa mynd frá Móðir stelpunnar. Eftir þetta spjall við strákinn okkar lofaði hann að gera þetta ekki aftur. Við vorum báðar sammála um það að það væri gott að fá allt svona tilkynnt frá frístund ef eitthvað af þessu tagi myndi gerast aftur. Stúlkan og drengurinn voru mjög dugleg að prakkarast í skólanum, voru stundum að trufla kennslu eða að stinga af upp á kennarastofu eða að stinga af, út af skólalóðinni saman. Fékk reyndar heldur ekki að heyra af því atviki nema þegar hann fór einhvern tímann einn síns liðs og stakk af úr skólanum . Næsta mál sem kom upp var 17. apríl þegar sonur okkar tók á rás í fataklefanum og kýldi hana í magann, sem er bara alls ekki í lagi og við tókum spjallið við son okkar um að þetta væri að sjálfsögðu ekki í lagi og að svona gerir maður bara alls ekki. Þarna viðurkenni ég að það var komið annað hljóð í strákinn okkar og hann segir að stúlkan sé ekki vinkona sín lengur, sem kom okkur mjög á óvart því þau voru perluvinir stuttu áður. Ég vil líka taka það fram að strákurinn okkar er rosalega kassalaga og annað hvort er fólk bara gott eða bara vont, allar tilfinningar hjá honum eru einnig mjög ýktar hvort sem hann er rosa glaður eða rosalega leiður og eða reiður. Hann á yngri bróðir sem er 4 ára og það er ekkert alltaf allir að leika sér og hafa gaman þeir eru stundum að hrifsa dót af hvort öðru og rífast og stundum kýla því þannig eru bara bræður stundum. Þeir eru líka perluvinir inn á milli, þó maður þurfi stundum að stía þeim í sundur. Yngri bróðir hans segir oft við eldri strákinn okkar, þú ert ekki vinur minn lengur ef það er eitthvað sem kemur upp á milli þeirra. Oft finnst mér eldri strákurinn taka upp þessa hegðun frá yngri bróður sínum, verður fúll ef einhver tekur dótið sitt sem hann er með og fer stundum á sama plan og yngri bróðir sinn. Kannski vegna þess að hann þekkir ekki annað. Enn og aftur, er ekki að reyna að fegra neitt það sem hefur komið upp í skólanum en mér finnst bara að þetta þurfi að heyrast vegna þess að við erum alveg gáttuð á öllu. Það er mjög erfitt að koma svona inn eftir þennan póst sem kom hér inn á undan. En aftur að því sem gerðist í fataklefanum. Ekkert sem afsakar það að hann hafi bara veist að henni og kýlt hana í magann, þarna fékk ég fyrsta símtalið frá skólanum og það hljómaði þannig að drengnum okkar væri bara mjög illa við Stúlkuna og hún væri alls ekki vinkona hans lengur, einnig er hann að segja við aðra bekkjarfélaga að allir eigi að vera vondir við hana, sem mér finnst mjög leitt að heyra og við ræddum við hann um að svona hegðun væri alls ekki í lagi. Eftir þetta var allt komið á fullt í skólanum, strákurinn okkar fékk manneskju frá Mosfellsbæ, það er ráðgjafi leik- og grunnskóla og það var fylgst með honum heilu dagana. Við fórum á reglulega teymisfundi með skólanum til að gera plan með hann og hann fékk stuðning í skólanum. Hann er einnig frekar feiminn og átti erfitt með að fara í mat þegar það voru margir nemendur, svo hann fékk að fara aðeins fyrr og borða hádegismatinn sinn með stuðning með sér. Hann á líka mjög erfitt með opna bekkjarkerfið og þarf miklu meiri rútínu og skólinn er búinn að vera ekkert nema liðlegur og grípa hann þarna, fær stundum að læra hjá Helgu þroskaþjálfa því þar nær hann meiri ró. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með honum, ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta hér inná er vegna þess að við erum foreldrar að reyna að gera það besta fyrir barnið okkar eins og við öll. Það eru mikil viðbrigði fyrir sum börn að fara frá leikskóla yfir í 1. bekk með 60 nemendum. Hann var bara alls ekki búinn að finna sig, honum fannst mjög erfitt og flest símtölin sem við fengum heim var að hann var alltaf að fara í ruslagáminn sem er fyrir utan skólann og gerði það margoft, mér finnst það vera hans leið að fá smá ró og næði. Svo fór hann að stinga af úr skólanum og við foreldrarnir oft að leita að honum þ.e.a.s. áður en hann fékk stuðninginn. Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna. Ég er alveg miður mín að hann hafi náð að taka hnífinn af eldhúsborðinu og sett í töskuna og látið þessi hræðilegu orð út úr sér en mig langar samt að segja að hann veit alls ekki hvað þetta þýðir, hann horfir aldrei á myndir sem eru bannaðar og við erum bara mjög sjokkeruð yfir þessu öllu. Þarna reyni ég að senda móður Stelpunar skilaboð á messenger þar sem ég sagði að ég væri gjörsamlega miður mín yfir þessu. En því var ekki svarað og við komin með kæru frá barnavernd og gjörsamlega allt fór af stað þennan dag. Sem við skiljum alveg, þetta er mjög alvarlegt mál að láta svona orð útúr sér. En mig langaði samt að segja að hann er nýorðinn 7 ára og hann er bara barn. Hann er einstaklega blíður og mjög reglusamur, og ef að bróðir hans fer í ísskápinn og tekur sér eitthvað, lætur hann okkur alltaf vita. Starfsmenn skólans tala mjög vel um hann, þó hann eigi erfitt með einbeitingu í tímum. Við foreldrar erum alls ekki búin að vera ósamvinnuþýð. Við erum búin að vera í stanslausri vinnu með hann á vegum bæjarins, hitta sálfræðing sem er búinn að gera þroska og vitsmunamat á honum og próf sem kallast STQ og Adhd mat líka. Einnig var búið að lofa okkur af sálfræðingi í Mosfellsbæ að hann myndi fá einhverskonar aðstoð fyrir sumarfrí sem hann fékk ekki. Ég var líka með honum heilu dagana í skólanum, að fylgjast með hegðun hans, hvort hún væri mikið frábrugðin hegðun hans hér heima. Einnig erum við foreldrar búnir að vera á reglubundum teymisfundum í skólanum á fjögurra vikna fresti. Fáum email frá skólanum eftir hvern dag um hvernig hegðun og námsgeta hans var þennan dag og bara hvernig hann var stemmdur þann dag. Hann var gjörsamlega kúplaður úr bekknum, hann var settur í annað rými að læra með stuðning með sér. Fór ekki út að leika með hinum krökkunum og var einn í mat. Honum fannst það samt ekki leiðinlegt og honum leið betur. Starfsmenn voru farnir að sjá mikinn mun á hans líðan og töluðu vel um hann. Áður en skólanum lauk var sveitaferð og fleira í boði í skólanum sem honum var boðið með í, og það var að sjálfsögðu stuðningur með honum, þau fóru í rútu í sveitina og stúlkan vildi sitja hjá honum í rútunni. Ekkert athugavert var þá í fari hans gagnvart henni samkvæmt því sem ég fékk að heyra frá hans fylgdarmönnum eftir daginn. Þau léku sér saman og svo kom að skólaslitum. Strákurinn okkar ferðaðist með okkur um landið og það gekk bara vel með hann. Við komum heim og einn daginn hringir dyrabjallan og stúlkan spyr eftir honum.Hún kemur inn að leika og ég að sjálfsögðu fylgist vel með því ekki gengur okkur neitt illt til og viljum auðvitað að hann eigi vini og vilji leika sér. Símaúrið hjá stúlkunni hringir og mamma hennar vill fá hana strax heim, svo hún fer heim aftur. Nú eru þau komin í annan bekk og við foreldrarnir förum á okkar fyrsta teymisfund með skólanum mánudaginn 9.september. Fundurinn er með kennara, stuðningskennara og frístund ásamt sálfræðingi frá Mosfellsbæ. Þau tala um hvað hann er með allt annað viðhorf í skólanum og miklu duglegri að læra og vinna verkefni,er farinn að sækjast í hópastarf og þetta er bara að byrja dásamlega. Einnig er nefnt hvað stúlkan og strákurinn okkar eru mikir vinir og þau séu endalaust að dunda sér, leika í búðarleik og Hann að sjálfsögðu alltaf með stuðning í frístund og í skólanum. strákurinn okkar er búinn að koma mjög glaður heim og finnst svo gaman að þau séu orðnir vinir aftur. Ég spyr hann reglulega hvort hann sé ekki góður við hana og hann segir alltaf jú mamma, en ég var ekki góður við hana einu sinni, en ég lofa ég er það núna. Hann er ekki vanur að ljúga og þar sem hann er mikill mömmustrákur og segir mér alltaf allt og hefur alltaf gert.En mig langar að segja það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég er alveg miður mín yfir þessum pósti sem kom og öllu sem er búið að ganga á. Ég er búin að reyna að veiða upp úr honum hvort það sé eitthvað og hann harðneitar fyrir það og hann saknar vinkonu sinnar.En hann segir mér alveg að stúlkan segi við sig að hún megi ekki leika við hann. Ég skil það svo vel. En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því. Svo ég vona innilega að þið reynið að setja ykkur líka í okkar spor. Það er mjög slæmt fyrir okkur sem fjölskyldu að það sé bara sögð ein hlið og það á veraldarvefnum fyrir allra augum þegar við erum að reyna að gera okkar besta í að hjálpa honum. Það tekur 3 ár fyrir geðheilbrigðiskerfið að greina barn í dag. Það er líka sárt að vita að barnið sitt á enga vini í skólanum þar sem hann var eiginlega ekkert í bekknum í 1.bekk Getum við ekki fundið leið til að vinna þetta öll saman? Skóla- og menntamál Mosfellsbær Ofbeldi barna Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. 15. september 2024 22:59 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Móðir stúlku í sama bekk og drengurinn sagðist í viðtali við Vísi í gær að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Sá hefði hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. „Við erum búin að reyna allt. Búin að vera mjög þolinmóð og gefa skólanum mörg tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt, sem er ekki gert,“ sagði Marta Eiríksdóttir móðir stúlkunnar. Síðasta úrræðið hafi verið að vekja athygli á málinu opinberlega. Langur aðdragandi hafi verið að því. Með hníf í skólanum Móðir drengsins, sem Vísir hefur rætt við, birti í dag nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Mæðratips, þar sem hún sagðist miður sín yfir málinu, og þeirri vanlíðan sem dóttir Mörtu upplifði í skólanum. Hún og eiginmaður hennar vildu stúlkunni það besta, rétt eins og þeirra eigin syni. Engu að síður teldi hún að hún þyrfti að koma nokkrum hlutum á framfæri, til varnar syni sínum. „Það er ekkert að fara að afsaka þessa hegðun en mig langar samt að reyna að segja okkar sögu út frá þessum atvikum og vona ég innilega að við fáum einhvern skilning,“ skrifar móðir drengsins. Í færslunni, sem hún birti upprunalega í hópi fyrir forelda í bekk barnanna, rekur hún samskipti barnanna tveggja, vinskap þeirra og þau atvik þar sem drengurinn meiddi stúlkuna, auk viðbragða skólans. „Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt. Svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna,“ skrifar móðir drengsins. Strákurinn viti ekki hvað hann hafi sagt Hún sé miður sín yfir því að hann hafi náð að taka hnífinn með sér í skólann, og látið þessi orð út úr sér. „En mig langar samt að segja að hann veit alls ekki hvað þetta þýðir, hann horfir aldrei á myndir sem eru bannaðar og við erum bara mjög sjokkeruð yfir þessu öllu,“ skrifar hún. Í kjölfarið hafi hún reynt að setja sig í samband við móður stúlkunnar en því ekki verið svarað, en kæra hafi borist frá barnavernd vegna málsins. „Og gjörsamlega allt fór af stað þennan dag. Sem við skiljum alveg, þetta er mjög alvarlegt mál að láta svona orð útúr sér. En mig langaði samt að segja að hann er nýorðinn 7 ára og hann er bara barn,“ skrifar móðirin og bætir við að þrátt fyrir að drengurinn eigi erfitt með einbeitingu tali starfsmenn skólans vel um hann. Kúplaður út úr bekknum Í færslunni segir móðirin að þau faðir drengsins hafi ekki verið ósamvinnuþýð, heldur verið með drenginn í úrræðum á vegum bæjarins og sálfræðingi sem gert hafi þroska- og vitsmunamat á honum, auk fleiri prófana. Þar að auki sé fylgst vel með drengnum í skólanum og foreldarnir fái reglulegar uppfærslur um framgang hans þar. „Hann var gjörsamlega kúplaður úr bekknum, hann var settur í annað rými að læra með stuðning með sér. Fór ekki út að leika með hinum krökkunum og var einn í mat. Honum fannst það samt ekki leiðinlegt og honum leið betur. Starfsmenn voru farnir að sjá mikinn mun á hans líðan og töluðu vel um hann. Áður en skólanum lauk var sveitaferð og fleira í boði í skólanum sem honum var boðið með í, og það var að sjálfsögðu stuðningur með honum, þau fóru í rútu í sveitina og stúlkan vildi sitja hjá honum í rútunni. Ekkert athugavert var þá í fari hans gagnvart henni samkvæmt því sem ég fékk að heyra frá hans fylgdarmönnum eftir daginn. Þau léku sér saman og svo kom að skólaslitum,“ skrifar móðirin. Eftir sumarið hafi börnin verið farin að leika sér aftur saman utan skóla. „Nú eru þau komin í annan bekk og við foreldrarnir förum á okkar fyrsta teymisfund með skólanum mánudaginn 9. september. Fundurinn er með kennara, stuðningskennara og frístund ásamt sálfræðingi frá Mosfellsbæ. Þau tala um hvað hann er með allt annað viðhorf í skólanum og miklu duglegri að læra og vinna verkefni,er farinn að sækjast í hópastarf og þetta er bara að byrja dásamlega. Einnig er nefnt hvað stúlkan og strákurinn okkar eru mikir vinir og þau séu endalaust að dunda sér, leika í búðarleik og hann að sjálfsögðu alltaf með stuðning í frístund og í skólanum.Strákurinn okkar er búinn að koma mjög glaður heim og finnst svo gaman að þau séu orðnir vinir aftur.“ Marta Eiríksdóttir er móðir stúlkunnar sem um ræðir, en hún steig fram í gær og sagði frá upplifun sinni af málinu.Marta Eiríksdóttir Veit að drengurinn er ekki vondur Móðirin segist reglulega reyna að fá upplýsingar frá drengnum um eitthvað sem ekki komi fram hjá skólanum um hans hegðun, en svo sé ekki að hans eigin sögn. „En hann segir mér alveg að stúlkan segi við sig að hún megi ekki leika við hann. Ég skil það svo vel. En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því.“ Hún segist vona innilega að fólk geti einnig sett sig í spor drengsins og foreldranna. „Það er mjög slæmt fyrir okkur sem fjölskyldu að það sé bara sögð ein hlið og það á veraldarvefnum fyrir allra augum þegar við erum að reyna að gera okkar besta í að hjálpa honum. Það tekur 3 ár fyrir geðheilbrigðiskerfið að greina barn í dag. Það er líka sárt að vita að barnið sitt á enga vini í skólanum þar sem hann var eiginlega ekkert í bekknum í 1. bekk. Getum við ekki fundið leið til að vinna þetta öll saman?“ skrifar móðirin í niðurlagi færslunnar. Átakanlegt að horfa á barn sitt útskúfað Í samtali við Vísi segist móðirin telja að skólinn hafi gripið drenginn nokkuð vel, og að foreldrarnir fái skýrslu í lok hvers dags um hans hegðun og hvernig hafi gengið. „Heilt yfir finnst mér skólinn hafa tæklað þetta vel, en hann er ekkert vinamargur í dag því hann var nánast ekkert í fyrsta bekk. Það er átakanlegt að horfa á barnið sitt útskúfað.“ Hún segist þó hafa fullan skilning á aðstæðunum, og að allir vilji gera það sem börnunum sé fyrir bestu. „Við erum að tala um sex ára börn“ Móðirin segir málið gríðarlega alvarlegt, en henni finnist nánast eins og verið sé að jarða barnið hennar. „Eins og hann sé algjör ofbeldishundur sem ráðist á fólk. Það er eins og verið sé að lýsa 15 ára ungling, en við erum að tala um sex ára börn.“ Hún segir foreldra hennar leggja allt kapp á að vinna í hans málum. Hún hafi verið í veikindaleyfi frá því snemma í júní til þess að geta sinnt drengnum og yngri bróður hans betur. „Við erum á fullu að vinna í hans málum, en það tekur allt tíma. Geðheilbrigðiskerfið býður ekki upp á að tækla svona mál einn, tveir og bingó. Þetta er langt ferli fyrir lítil börn sem þurfa virkilega aðstoð. Við erum öll að reyna að gera það besta fyrir börnin okkar.“ Tilbúin að gera allt sem hægt er Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu mjög sárt að vita af vanlíðan barns í skólanum og foreldra þess. „Málin eru snúin þegar þau koma í fréttir, og við erum með viðkvæmt umhverfi og getum lítið tjáð okkur sem skóli um mál einstaklinga. En við finnum auðvitað mikið til með þessum foreldrum,“ segir Rósa. Unnið hafi verið með foreldrum beggja barna að málinu, ásam skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. „Það er alltaf markmið okkar að vinna vel með foreldrum og að börn og foreldrar upplifi að við tökum þessi mál alvarlega og vinnum þau vel,“ segir Rósa. Rósa Ingvarsdóttir er skólastjóri Helgafellsskóla. Skólinn rói öllum árum að því að búa til öruggt umhverfi fyrir öll börn, en ljóst sé að gera megi meira. „Með þessu segir [Marta] að við eigum að gera betur, og við erum tilbúin í það sem við getum gert til þess að hlutirnir fari í góðan farveg,“ segir Marta. „Við vitum að það dýrmætasta sem foreldrar eiga eru börnin þeirra og það vilja allir foreldrar þeirra að börnin þeirra séu örugg og í góðu umhverfi. Við leggjum allt kapp á það, og höfum gert frá upphafi, að skapa umhverfi þannig að börnum geti liðið vel.“ Unnið sé með hvert barn eins og það er, og þarna sé ljóst að foreldrar séu ósáttir. „Vonandi finnum við góða lausn fyrir alla á þessu, þannig að þetta erfiða og vonda mál komist í góðan farveg,“ segir Rósa. Öskrar á hjálp fyrir dóttur sína Marta, móðir stúlkunnar sem steig fram í gær, segist ekki hafa séð annan kost en að greina opinberlega frá málinu. Dóttir hennar hafi lítið sem ekkert verið í skólanum eða frístund í um þrjár vikur vegna málsins. „Ég gerði þetta til að öskra á hjálp fyrir dóttur mína, en líka bara frá mínu hjarta að koma þessu frá mér. Deila þessu sem móðir, okkar upplifun og reynslu,“ segir Marta. Færslu hennar sem birtist í gær má sjá hér að neðan: Hún hafi fengið mikil viðbrögð við frásögninni, meðal annars frá fólki sem deili sambærilegri reynslu af skólakerfinu. „Mér finnst ég reyna að koma því eins vel og ég mögulega get frá mér í þessum pistli að við erum ekki að ásaka neinn nema skólakerfið, skólastjórnendur í skólanum hjá börnunum,“ segir Marta, sem telur ekki nógu vel hafa verið tekið á málinu. „Við erum ekki hérna til að rústa mannorði hans eða þeirra, þetta er bara barn sem er í vanda.“ Þögnin yfirþyrmandi Marta segist engin viðbrögð hafa fengið frá skólanum, eftir að hún sagði sögu sína. „Ekki múkk, þögnin er yfirþyrmandi. Það var reynt að fá okkur á fund sem var ræddur fyrir helgi, en ég sé ekki fram á það að við séum að fara að mæta á neinn fund nema þá með lögfræðingi. Ég veit ekki hvað við ættum að ræða þar sem hefur ekki verið rætt áður. Mér finnst þau ekki hafa tæklað þetta vel.“ Hér að neðan má sjá færslu móður drengsins inni á Mæðratips í heild sinni. **Vegna fréttar um 6 ára dreng með hníf langar foreldrum hans að koma þessu til ykkar þar sem þetta er komið út um allt á veraldrarvefnum og bara ein hlið sögð** Sælir, kæru foreldrar nemenda í 2.bekk Helgafellskóla. Okkur foreldrunum langar að segja nokkur orð í ljósi umræðunnar sem kom hingað inn á síðuna. Auðvitað erum við alveg miður okkar á að heyra hvernig Stúlkunni líður og viljum við allt það besta fyrir hana og strákinn okkar. Mér finnst ég þurfa að koma hingað inn og vera rödd fyrir strákinn okkar. Það er ekkert að fara að afsaka þessa hegðun en mig langar samt að reyna að segja okkar sögu út frá þessum atvikum og vona ég innilega að við fáum einhvern skilning. Í byrjun apríl var drengurinn og stúlkan mjög góðir vinir, ég og móðir Stúlkunnar töluðum meira að segja um að leyfa þeim að leika saman utan skóla. Þann 8.apríl fæ ég skilaboð frá Móðir stúlkunnar um að þau væru stödd erlendis og að stelpan væri með marbletti á bakinu og segir hún að strákurinn okkar hafi lamið hana í bakið með plastfötu í frístund. Mér var mjög brugðið á að sjá myndina sem hún sendi mér og spurði hvort það væri ekki í lagi að ég myndi sýna syni mínum myndina og spyrja hann hvað gengi á. Svörin sem ég fékk var að hafi verið að leika sér í hoppuleiknum, og hefðu verið að hoppa hvert á annað. Ég sagði honum að þetta væri alls ekki i lagi þar sem hann væri stærri en hún og þyngri, og að það mætti alls ekki hoppa svona á öðrum einstaklingi. Ég spyr svo móðir stelpunar hvort að frístund hafi verið vör við þetta atvik? Hún segir að dóttir hennar hafi sagt að drengurinn hafi verið látinn hringja heim, en við fengum ekki símtal um þetta mál. Bara þessa mynd frá Móðir stelpunnar. Eftir þetta spjall við strákinn okkar lofaði hann að gera þetta ekki aftur. Við vorum báðar sammála um það að það væri gott að fá allt svona tilkynnt frá frístund ef eitthvað af þessu tagi myndi gerast aftur. Stúlkan og drengurinn voru mjög dugleg að prakkarast í skólanum, voru stundum að trufla kennslu eða að stinga af upp á kennarastofu eða að stinga af, út af skólalóðinni saman. Fékk reyndar heldur ekki að heyra af því atviki nema þegar hann fór einhvern tímann einn síns liðs og stakk af úr skólanum . Næsta mál sem kom upp var 17. apríl þegar sonur okkar tók á rás í fataklefanum og kýldi hana í magann, sem er bara alls ekki í lagi og við tókum spjallið við son okkar um að þetta væri að sjálfsögðu ekki í lagi og að svona gerir maður bara alls ekki. Þarna viðurkenni ég að það var komið annað hljóð í strákinn okkar og hann segir að stúlkan sé ekki vinkona sín lengur, sem kom okkur mjög á óvart því þau voru perluvinir stuttu áður. Ég vil líka taka það fram að strákurinn okkar er rosalega kassalaga og annað hvort er fólk bara gott eða bara vont, allar tilfinningar hjá honum eru einnig mjög ýktar hvort sem hann er rosa glaður eða rosalega leiður og eða reiður. Hann á yngri bróðir sem er 4 ára og það er ekkert alltaf allir að leika sér og hafa gaman þeir eru stundum að hrifsa dót af hvort öðru og rífast og stundum kýla því þannig eru bara bræður stundum. Þeir eru líka perluvinir inn á milli, þó maður þurfi stundum að stía þeim í sundur. Yngri bróðir hans segir oft við eldri strákinn okkar, þú ert ekki vinur minn lengur ef það er eitthvað sem kemur upp á milli þeirra. Oft finnst mér eldri strákurinn taka upp þessa hegðun frá yngri bróður sínum, verður fúll ef einhver tekur dótið sitt sem hann er með og fer stundum á sama plan og yngri bróðir sinn. Kannski vegna þess að hann þekkir ekki annað. Enn og aftur, er ekki að reyna að fegra neitt það sem hefur komið upp í skólanum en mér finnst bara að þetta þurfi að heyrast vegna þess að við erum alveg gáttuð á öllu. Það er mjög erfitt að koma svona inn eftir þennan póst sem kom hér inn á undan. En aftur að því sem gerðist í fataklefanum. Ekkert sem afsakar það að hann hafi bara veist að henni og kýlt hana í magann, þarna fékk ég fyrsta símtalið frá skólanum og það hljómaði þannig að drengnum okkar væri bara mjög illa við Stúlkuna og hún væri alls ekki vinkona hans lengur, einnig er hann að segja við aðra bekkjarfélaga að allir eigi að vera vondir við hana, sem mér finnst mjög leitt að heyra og við ræddum við hann um að svona hegðun væri alls ekki í lagi. Eftir þetta var allt komið á fullt í skólanum, strákurinn okkar fékk manneskju frá Mosfellsbæ, það er ráðgjafi leik- og grunnskóla og það var fylgst með honum heilu dagana. Við fórum á reglulega teymisfundi með skólanum til að gera plan með hann og hann fékk stuðning í skólanum. Hann er einnig frekar feiminn og átti erfitt með að fara í mat þegar það voru margir nemendur, svo hann fékk að fara aðeins fyrr og borða hádegismatinn sinn með stuðning með sér. Hann á líka mjög erfitt með opna bekkjarkerfið og þarf miklu meiri rútínu og skólinn er búinn að vera ekkert nema liðlegur og grípa hann þarna, fær stundum að læra hjá Helgu þroskaþjálfa því þar nær hann meiri ró. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með honum, ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta hér inná er vegna þess að við erum foreldrar að reyna að gera það besta fyrir barnið okkar eins og við öll. Það eru mikil viðbrigði fyrir sum börn að fara frá leikskóla yfir í 1. bekk með 60 nemendum. Hann var bara alls ekki búinn að finna sig, honum fannst mjög erfitt og flest símtölin sem við fengum heim var að hann var alltaf að fara í ruslagáminn sem er fyrir utan skólann og gerði það margoft, mér finnst það vera hans leið að fá smá ró og næði. Svo fór hann að stinga af úr skólanum og við foreldrarnir oft að leita að honum þ.e.a.s. áður en hann fékk stuðninginn. Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna. Ég er alveg miður mín að hann hafi náð að taka hnífinn af eldhúsborðinu og sett í töskuna og látið þessi hræðilegu orð út úr sér en mig langar samt að segja að hann veit alls ekki hvað þetta þýðir, hann horfir aldrei á myndir sem eru bannaðar og við erum bara mjög sjokkeruð yfir þessu öllu. Þarna reyni ég að senda móður Stelpunar skilaboð á messenger þar sem ég sagði að ég væri gjörsamlega miður mín yfir þessu. En því var ekki svarað og við komin með kæru frá barnavernd og gjörsamlega allt fór af stað þennan dag. Sem við skiljum alveg, þetta er mjög alvarlegt mál að láta svona orð útúr sér. En mig langaði samt að segja að hann er nýorðinn 7 ára og hann er bara barn. Hann er einstaklega blíður og mjög reglusamur, og ef að bróðir hans fer í ísskápinn og tekur sér eitthvað, lætur hann okkur alltaf vita. Starfsmenn skólans tala mjög vel um hann, þó hann eigi erfitt með einbeitingu í tímum. Við foreldrar erum alls ekki búin að vera ósamvinnuþýð. Við erum búin að vera í stanslausri vinnu með hann á vegum bæjarins, hitta sálfræðing sem er búinn að gera þroska og vitsmunamat á honum og próf sem kallast STQ og Adhd mat líka. Einnig var búið að lofa okkur af sálfræðingi í Mosfellsbæ að hann myndi fá einhverskonar aðstoð fyrir sumarfrí sem hann fékk ekki. Ég var líka með honum heilu dagana í skólanum, að fylgjast með hegðun hans, hvort hún væri mikið frábrugðin hegðun hans hér heima. Einnig erum við foreldrar búnir að vera á reglubundum teymisfundum í skólanum á fjögurra vikna fresti. Fáum email frá skólanum eftir hvern dag um hvernig hegðun og námsgeta hans var þennan dag og bara hvernig hann var stemmdur þann dag. Hann var gjörsamlega kúplaður úr bekknum, hann var settur í annað rými að læra með stuðning með sér. Fór ekki út að leika með hinum krökkunum og var einn í mat. Honum fannst það samt ekki leiðinlegt og honum leið betur. Starfsmenn voru farnir að sjá mikinn mun á hans líðan og töluðu vel um hann. Áður en skólanum lauk var sveitaferð og fleira í boði í skólanum sem honum var boðið með í, og það var að sjálfsögðu stuðningur með honum, þau fóru í rútu í sveitina og stúlkan vildi sitja hjá honum í rútunni. Ekkert athugavert var þá í fari hans gagnvart henni samkvæmt því sem ég fékk að heyra frá hans fylgdarmönnum eftir daginn. Þau léku sér saman og svo kom að skólaslitum. Strákurinn okkar ferðaðist með okkur um landið og það gekk bara vel með hann. Við komum heim og einn daginn hringir dyrabjallan og stúlkan spyr eftir honum.Hún kemur inn að leika og ég að sjálfsögðu fylgist vel með því ekki gengur okkur neitt illt til og viljum auðvitað að hann eigi vini og vilji leika sér. Símaúrið hjá stúlkunni hringir og mamma hennar vill fá hana strax heim, svo hún fer heim aftur. Nú eru þau komin í annan bekk og við foreldrarnir förum á okkar fyrsta teymisfund með skólanum mánudaginn 9.september. Fundurinn er með kennara, stuðningskennara og frístund ásamt sálfræðingi frá Mosfellsbæ. Þau tala um hvað hann er með allt annað viðhorf í skólanum og miklu duglegri að læra og vinna verkefni,er farinn að sækjast í hópastarf og þetta er bara að byrja dásamlega. Einnig er nefnt hvað stúlkan og strákurinn okkar eru mikir vinir og þau séu endalaust að dunda sér, leika í búðarleik og Hann að sjálfsögðu alltaf með stuðning í frístund og í skólanum. strákurinn okkar er búinn að koma mjög glaður heim og finnst svo gaman að þau séu orðnir vinir aftur. Ég spyr hann reglulega hvort hann sé ekki góður við hana og hann segir alltaf jú mamma, en ég var ekki góður við hana einu sinni, en ég lofa ég er það núna. Hann er ekki vanur að ljúga og þar sem hann er mikill mömmustrákur og segir mér alltaf allt og hefur alltaf gert.En mig langar að segja það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég er alveg miður mín yfir þessum pósti sem kom og öllu sem er búið að ganga á. Ég er búin að reyna að veiða upp úr honum hvort það sé eitthvað og hann harðneitar fyrir það og hann saknar vinkonu sinnar.En hann segir mér alveg að stúlkan segi við sig að hún megi ekki leika við hann. Ég skil það svo vel. En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því. Svo ég vona innilega að þið reynið að setja ykkur líka í okkar spor. Það er mjög slæmt fyrir okkur sem fjölskyldu að það sé bara sögð ein hlið og það á veraldarvefnum fyrir allra augum þegar við erum að reyna að gera okkar besta í að hjálpa honum. Það tekur 3 ár fyrir geðheilbrigðiskerfið að greina barn í dag. Það er líka sárt að vita að barnið sitt á enga vini í skólanum þar sem hann var eiginlega ekkert í bekknum í 1.bekk Getum við ekki fundið leið til að vinna þetta öll saman?
**Vegna fréttar um 6 ára dreng með hníf langar foreldrum hans að koma þessu til ykkar þar sem þetta er komið út um allt á veraldrarvefnum og bara ein hlið sögð** Sælir, kæru foreldrar nemenda í 2.bekk Helgafellskóla. Okkur foreldrunum langar að segja nokkur orð í ljósi umræðunnar sem kom hingað inn á síðuna. Auðvitað erum við alveg miður okkar á að heyra hvernig Stúlkunni líður og viljum við allt það besta fyrir hana og strákinn okkar. Mér finnst ég þurfa að koma hingað inn og vera rödd fyrir strákinn okkar. Það er ekkert að fara að afsaka þessa hegðun en mig langar samt að reyna að segja okkar sögu út frá þessum atvikum og vona ég innilega að við fáum einhvern skilning. Í byrjun apríl var drengurinn og stúlkan mjög góðir vinir, ég og móðir Stúlkunnar töluðum meira að segja um að leyfa þeim að leika saman utan skóla. Þann 8.apríl fæ ég skilaboð frá Móðir stúlkunnar um að þau væru stödd erlendis og að stelpan væri með marbletti á bakinu og segir hún að strákurinn okkar hafi lamið hana í bakið með plastfötu í frístund. Mér var mjög brugðið á að sjá myndina sem hún sendi mér og spurði hvort það væri ekki í lagi að ég myndi sýna syni mínum myndina og spyrja hann hvað gengi á. Svörin sem ég fékk var að hafi verið að leika sér í hoppuleiknum, og hefðu verið að hoppa hvert á annað. Ég sagði honum að þetta væri alls ekki i lagi þar sem hann væri stærri en hún og þyngri, og að það mætti alls ekki hoppa svona á öðrum einstaklingi. Ég spyr svo móðir stelpunar hvort að frístund hafi verið vör við þetta atvik? Hún segir að dóttir hennar hafi sagt að drengurinn hafi verið látinn hringja heim, en við fengum ekki símtal um þetta mál. Bara þessa mynd frá Móðir stelpunnar. Eftir þetta spjall við strákinn okkar lofaði hann að gera þetta ekki aftur. Við vorum báðar sammála um það að það væri gott að fá allt svona tilkynnt frá frístund ef eitthvað af þessu tagi myndi gerast aftur. Stúlkan og drengurinn voru mjög dugleg að prakkarast í skólanum, voru stundum að trufla kennslu eða að stinga af upp á kennarastofu eða að stinga af, út af skólalóðinni saman. Fékk reyndar heldur ekki að heyra af því atviki nema þegar hann fór einhvern tímann einn síns liðs og stakk af úr skólanum . Næsta mál sem kom upp var 17. apríl þegar sonur okkar tók á rás í fataklefanum og kýldi hana í magann, sem er bara alls ekki í lagi og við tókum spjallið við son okkar um að þetta væri að sjálfsögðu ekki í lagi og að svona gerir maður bara alls ekki. Þarna viðurkenni ég að það var komið annað hljóð í strákinn okkar og hann segir að stúlkan sé ekki vinkona sín lengur, sem kom okkur mjög á óvart því þau voru perluvinir stuttu áður. Ég vil líka taka það fram að strákurinn okkar er rosalega kassalaga og annað hvort er fólk bara gott eða bara vont, allar tilfinningar hjá honum eru einnig mjög ýktar hvort sem hann er rosa glaður eða rosalega leiður og eða reiður. Hann á yngri bróðir sem er 4 ára og það er ekkert alltaf allir að leika sér og hafa gaman þeir eru stundum að hrifsa dót af hvort öðru og rífast og stundum kýla því þannig eru bara bræður stundum. Þeir eru líka perluvinir inn á milli, þó maður þurfi stundum að stía þeim í sundur. Yngri bróðir hans segir oft við eldri strákinn okkar, þú ert ekki vinur minn lengur ef það er eitthvað sem kemur upp á milli þeirra. Oft finnst mér eldri strákurinn taka upp þessa hegðun frá yngri bróður sínum, verður fúll ef einhver tekur dótið sitt sem hann er með og fer stundum á sama plan og yngri bróðir sinn. Kannski vegna þess að hann þekkir ekki annað. Enn og aftur, er ekki að reyna að fegra neitt það sem hefur komið upp í skólanum en mér finnst bara að þetta þurfi að heyrast vegna þess að við erum alveg gáttuð á öllu. Það er mjög erfitt að koma svona inn eftir þennan póst sem kom hér inn á undan. En aftur að því sem gerðist í fataklefanum. Ekkert sem afsakar það að hann hafi bara veist að henni og kýlt hana í magann, þarna fékk ég fyrsta símtalið frá skólanum og það hljómaði þannig að drengnum okkar væri bara mjög illa við Stúlkuna og hún væri alls ekki vinkona hans lengur, einnig er hann að segja við aðra bekkjarfélaga að allir eigi að vera vondir við hana, sem mér finnst mjög leitt að heyra og við ræddum við hann um að svona hegðun væri alls ekki í lagi. Eftir þetta var allt komið á fullt í skólanum, strákurinn okkar fékk manneskju frá Mosfellsbæ, það er ráðgjafi leik- og grunnskóla og það var fylgst með honum heilu dagana. Við fórum á reglulega teymisfundi með skólanum til að gera plan með hann og hann fékk stuðning í skólanum. Hann er einnig frekar feiminn og átti erfitt með að fara í mat þegar það voru margir nemendur, svo hann fékk að fara aðeins fyrr og borða hádegismatinn sinn með stuðning með sér. Hann á líka mjög erfitt með opna bekkjarkerfið og þarf miklu meiri rútínu og skólinn er búinn að vera ekkert nema liðlegur og grípa hann þarna, fær stundum að læra hjá Helgu þroskaþjálfa því þar nær hann meiri ró. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með honum, ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta hér inná er vegna þess að við erum foreldrar að reyna að gera það besta fyrir barnið okkar eins og við öll. Það eru mikil viðbrigði fyrir sum börn að fara frá leikskóla yfir í 1. bekk með 60 nemendum. Hann var bara alls ekki búinn að finna sig, honum fannst mjög erfitt og flest símtölin sem við fengum heim var að hann var alltaf að fara í ruslagáminn sem er fyrir utan skólann og gerði það margoft, mér finnst það vera hans leið að fá smá ró og næði. Svo fór hann að stinga af úr skólanum og við foreldrarnir oft að leita að honum þ.e.a.s. áður en hann fékk stuðninginn. Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna. Ég er alveg miður mín að hann hafi náð að taka hnífinn af eldhúsborðinu og sett í töskuna og látið þessi hræðilegu orð út úr sér en mig langar samt að segja að hann veit alls ekki hvað þetta þýðir, hann horfir aldrei á myndir sem eru bannaðar og við erum bara mjög sjokkeruð yfir þessu öllu. Þarna reyni ég að senda móður Stelpunar skilaboð á messenger þar sem ég sagði að ég væri gjörsamlega miður mín yfir þessu. En því var ekki svarað og við komin með kæru frá barnavernd og gjörsamlega allt fór af stað þennan dag. Sem við skiljum alveg, þetta er mjög alvarlegt mál að láta svona orð útúr sér. En mig langaði samt að segja að hann er nýorðinn 7 ára og hann er bara barn. Hann er einstaklega blíður og mjög reglusamur, og ef að bróðir hans fer í ísskápinn og tekur sér eitthvað, lætur hann okkur alltaf vita. Starfsmenn skólans tala mjög vel um hann, þó hann eigi erfitt með einbeitingu í tímum. Við foreldrar erum alls ekki búin að vera ósamvinnuþýð. Við erum búin að vera í stanslausri vinnu með hann á vegum bæjarins, hitta sálfræðing sem er búinn að gera þroska og vitsmunamat á honum og próf sem kallast STQ og Adhd mat líka. Einnig var búið að lofa okkur af sálfræðingi í Mosfellsbæ að hann myndi fá einhverskonar aðstoð fyrir sumarfrí sem hann fékk ekki. Ég var líka með honum heilu dagana í skólanum, að fylgjast með hegðun hans, hvort hún væri mikið frábrugðin hegðun hans hér heima. Einnig erum við foreldrar búnir að vera á reglubundum teymisfundum í skólanum á fjögurra vikna fresti. Fáum email frá skólanum eftir hvern dag um hvernig hegðun og námsgeta hans var þennan dag og bara hvernig hann var stemmdur þann dag. Hann var gjörsamlega kúplaður úr bekknum, hann var settur í annað rými að læra með stuðning með sér. Fór ekki út að leika með hinum krökkunum og var einn í mat. Honum fannst það samt ekki leiðinlegt og honum leið betur. Starfsmenn voru farnir að sjá mikinn mun á hans líðan og töluðu vel um hann. Áður en skólanum lauk var sveitaferð og fleira í boði í skólanum sem honum var boðið með í, og það var að sjálfsögðu stuðningur með honum, þau fóru í rútu í sveitina og stúlkan vildi sitja hjá honum í rútunni. Ekkert athugavert var þá í fari hans gagnvart henni samkvæmt því sem ég fékk að heyra frá hans fylgdarmönnum eftir daginn. Þau léku sér saman og svo kom að skólaslitum. Strákurinn okkar ferðaðist með okkur um landið og það gekk bara vel með hann. Við komum heim og einn daginn hringir dyrabjallan og stúlkan spyr eftir honum.Hún kemur inn að leika og ég að sjálfsögðu fylgist vel með því ekki gengur okkur neitt illt til og viljum auðvitað að hann eigi vini og vilji leika sér. Símaúrið hjá stúlkunni hringir og mamma hennar vill fá hana strax heim, svo hún fer heim aftur. Nú eru þau komin í annan bekk og við foreldrarnir förum á okkar fyrsta teymisfund með skólanum mánudaginn 9.september. Fundurinn er með kennara, stuðningskennara og frístund ásamt sálfræðingi frá Mosfellsbæ. Þau tala um hvað hann er með allt annað viðhorf í skólanum og miklu duglegri að læra og vinna verkefni,er farinn að sækjast í hópastarf og þetta er bara að byrja dásamlega. Einnig er nefnt hvað stúlkan og strákurinn okkar eru mikir vinir og þau séu endalaust að dunda sér, leika í búðarleik og Hann að sjálfsögðu alltaf með stuðning í frístund og í skólanum. strákurinn okkar er búinn að koma mjög glaður heim og finnst svo gaman að þau séu orðnir vinir aftur. Ég spyr hann reglulega hvort hann sé ekki góður við hana og hann segir alltaf jú mamma, en ég var ekki góður við hana einu sinni, en ég lofa ég er það núna. Hann er ekki vanur að ljúga og þar sem hann er mikill mömmustrákur og segir mér alltaf allt og hefur alltaf gert.En mig langar að segja það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég er alveg miður mín yfir þessum pósti sem kom og öllu sem er búið að ganga á. Ég er búin að reyna að veiða upp úr honum hvort það sé eitthvað og hann harðneitar fyrir það og hann saknar vinkonu sinnar.En hann segir mér alveg að stúlkan segi við sig að hún megi ekki leika við hann. Ég skil það svo vel. En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því. Svo ég vona innilega að þið reynið að setja ykkur líka í okkar spor. Það er mjög slæmt fyrir okkur sem fjölskyldu að það sé bara sögð ein hlið og það á veraldarvefnum fyrir allra augum þegar við erum að reyna að gera okkar besta í að hjálpa honum. Það tekur 3 ár fyrir geðheilbrigðiskerfið að greina barn í dag. Það er líka sárt að vita að barnið sitt á enga vini í skólanum þar sem hann var eiginlega ekkert í bekknum í 1.bekk Getum við ekki fundið leið til að vinna þetta öll saman?
Skóla- og menntamál Mosfellsbær Ofbeldi barna Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. 15. september 2024 22:59 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. 15. september 2024 22:59